Sagan endalausa

Þetta fer að verða sagan endalausa hvenær niðurstöður koma úr þessum útreikningum. Held að fjölmiðlar séu meira spenntir en almenningur. Það er alveg ljóst á hvaða bili leiðréttingin er svo að hvort hún er 1,2 eða 4 miljónir skiptir ekki höfuðmáli.

Fyrir þá sem fá leiðréttingu þá skiptir auðvitað mestu máli hversu mikið mánaðarleg afborgun lækkar og vissulega munar marga um þá upphæð. Vonandi nota hana af skynsemi.

Lærdómurinn af þessu er að hugmynd sem kom strax fram við hrun að setja þak á verðbætur hefði verið besta lausnin og komið öllum til góða en eins og oft áður þá bregðast stjórnmálamenn alltof seint við og þá kostar það meira og minna gert.


mbl.is Leiðrétting kynnt eftir næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þak á verðbætur var ekki framkvæmanlegt nema Ríkissjóður borgaði mismuninn. Og þeir peningar voru ekki til. Flestar "patentlausnirnar" gengu útá að hér væri ekki stjórnarskrá og Alþingi almáttugt eða að ríkiskassinn væri ótæmanleg uppspretta peninga.

Ufsi (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 08:56

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Skýring þín Ufsi sýnir einfaldlega að fjármálastofnanir hafa of mikið tangarhald á alþingismönnum. Þak á verðtryggingu með markmiði til fárra ára var vel framkvæmanlegt og er enn framkvæmanlegt að breyta lögum þannig að verðtrygging fari ekki upp fyrir ákveðið mark. Í raun ætti löggjöfin um verðtryggingu einmitt að breytast í þá átt til að varna að þetta komi fyrir aftur. Með því myndir útlánastefna bankanna breytast og vera raunsærri.

Rúnar Már Bragason, 30.10.2014 kl. 11:00

3 identicon

Ríkið, Alþingi, breytir ekki gerðum samningum nema skapa sér skaðabótaábyrgð. Og það er eru ekki fjármálastofnanir sem hafa of mikið tangarhald á alþingismönnum, það er stjórnarskráin sem kemur í veg fyrir að þeir geti skipað einum að gefa öðrum eign sína án bóta. Skuldi ég þér milljón samkvæmt löglegum samningi okkar á milli þá átt þú rétt á skaðabótum ákveði Alþingi að ég þurfi ekki að borga nema helming af því sem þú átt hjá mér.

Og þó verðtryggingin sé slæm þá er engin eða takmörkuð verðtrygging verri. Það er ekkert raunsætt við það að halda að lánþegar geti fengið lán án þess að greiða sömu verðmæti til baka, ekki lánar þú mér bíl og sættir þig við reiðhjól sem endurgreiðslu. Þetta var hægt meðan ríkið fjármagnaði banka og lánastofnanir og hægt var að brenna lífeyrissparnaði fólks. Og þá þurftir þú að vera í réttum flokki og þekkja bankastjóra til að fá þessi töfralán sem urðu að engu á nokkrum árum. Vandamálið fer ekki fyrr en verðtryggingin verður óþörf.

Ufsi (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 12:01

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Bankarnir fóru á hausinn og það voru miljarða afskriftir og þú heldur því fram að ekki sé hægt að setja þak á verðtryggingu tímabundið. Það er enginn að tala um að gefa eitt eða neitt. Þú hugsar þetta of þröngt og lausnin felst ekki í að horfa stíft í lögin heldur vinna þetta í sameiningu sem er best fyrir þjóðina. Því miður var það ekki gert heldur haldið fast við lagabókstafinn. Leið sem þú verð og talar um "patent" lausnir séu vitleysa. Held einmitt að það hafi verið farið "patent" lausna leið.

Rúnar Már Bragason, 30.10.2014 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband