Ekki góðar fréttir

Sem faðir tveggja stúlkna þá finnst mér þetta ekki góðar fréttir. Það er alveg ótrúlegt hvað sambandið styrkist á þessum tíma og helst með að taka feðraorlof með barni þegar það er nýfætt. Það getur vel verið að tímabundin lægri laun geri hlutina erfiðari en mín skoðun er sú að styrkja böndin með börnum sínum er hafið yfir allan pening.

Það má alltaf redda peningum og vinna sig upp úr tímabundnum skorti. Það þarf að hafa fyrir hlutunum og þegar upp er staðið þá er betra að hafa minna af peningum og betra samband við börnin. Feður takið ykkur saman í andlitinu.


mbl.is Feður taka síður fæðingarorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég get séð alveg rökin fyrir því afhverju feður sleppa orlofinu. Þó að það sé vissulega rétt að samband þeirra við nýburana sína styrkist þá þarf dæmið að ganga upp enda ekki alltaf gefið að fólk geti tekið yfirdrátt (eða vilji lenda í þeirri súpu). Því semur par oftast um ákveðið fyrirkomulag með fæðingarorlofið sín á milli. En vissulega eru örugglega einhverjir sem hreinlega hafa engan áhuga á börnunum og jafnvel eru bara of nískir.

Í mínu tilfelli var ég á milli kerfa í þessum efnum. Nýkomin úr námi og ekki með nægilega marga mánuði til að eiga rétt á fæðingaorolofi og ef ég hefði þrjóskast við að vinna tvo mánuði í viðbót hefði nám kærustu minnar frestast. Átti því ekki rétt á neinu nema 55 þús kr fæðingarstyrk sem hefði varla dugað fyrir húsaleigu. Komst á endanum þó á fæðingarstyrk námsmanna sem vissulega hjálpaði en skildi mig eftir með yfir 200 þús kr í yfirdráttaskuld sem ég er enn að vinna niður þar sem eina vinnan sem ég fékk á þeim tíma skilaði mér c.a. 200 þús útborguð laun og þessi upphæð þurfti nánast að sjá fyrir fjölskyldunni.

Því auðvelt að dæma fólk fyrir ákvörðun sem þau taka en þegar peningar skipta sköpum hvort maður hreinlega lifir út mánuðinn þá þarf maður stundum að taka erfiðar ákvarðanir.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 31.10.2014 kl. 09:20

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Vissulega eru aðstæður mismunandi en samkvæmt fréttinni þá var almennt talað um þá tilhneigingu að nota ekki feðraorlof og mér finnst það rangur hugsunarháttur. Markmiðið með blogginu er að benda á mikilvægi þess að mynda strax gott samband með barni sínu og þótt feðraorlof frestist um nokkra mánuði þá minnsta kosti er hugmyndin að taka það. Hins vegar er ekki hægt að taka undir að sleppa því alveg. Samband við börnin er ekki metið til fjárs.

Rúnar Már Bragason, 31.10.2014 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband