Á að fara í mál við leitarvélar líka?

Það þarf engar deilisíður til að komast yfir efni ólöglega. Þegar slegið er inn í leitavélar þá kemur efnið upp á fjöldann allan af síðum.

Eins og kemur fram í fréttinni þá leitar niðurhalið annað og finnur sér annan farveg. Alveg eins og það gerði fyrst þegar Napster fékk á sig lögbann og var lagt niður. Það fann sér einungis annan farveg.

Það er nefnilega eitt sem gleymist í þessu að talað er um einbeittan brotavilja. Þegar tekið var upp á kassettur í gamla daga þá var það í raun sami vettvangur. Málið var að sá sem tók upp á kassettuna hefði aldrei keypt plötuna hvort eð er. Hvert er þá tapið?

STEF er algerlega að skjóta sig í fótinn og eyðir féi félagsmanna í vitleysu. Það er svona þegar stjórnendur samtaka festast inn í kassa og halda séu að breyta heiminum.

Vaknið!


mbl.is Elta síðurnar óháð léninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband