Réttar áherslur hjá stjórn Strætó

Þótt framkvæmdastjórinn hafi fengið inn í samning að hann eigi að hafa bíl til afnota þá þýðir það ekki að hann þurfi að kaupa rándýran bíl til þess. Strætó er almenningsfyrirtæki og það er að þjónusta landsmenn en ekki sérhagsmuni stjórnenda. Mér finnst að framkvæmdastjórinn ætti frekar að koma með gott fordæmi og keyra um á litlum rafmagnsbíl.


mbl.is Strætó skilar bíl framkvæmdastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

já segðu, eða taka srtætó bara....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.11.2014 kl. 17:56

2 Smámynd: Aztec

Yfirmenn hjá Strætó taka aldrei strætó. Þeim dytti það ekki til hugar. En hvaða fífl setti það inn í samninginn að framkvæmdastjóri opinbers fyrirtækis fengi bíl til afnota? En fyrst svo er komið, þá er næsta skref hjá stjórn Strætós að kaupa notaðan rafmagnsbíl handa Reyni á max. 300 þús. Sem skattgreiðandi í Reykjavík tími ég ekki meiru en sem því nemur.

En auðvitað væri bezt að segja Reyni upp störfum. Það er ekki heillavænlegt fyrir neitt samgöngufyrirtæki að hafa yfirmann sem er óvinur bílstjóranna. Því að það bitnar alltaf á farþegunum þegar upp er staðið.

Aztec, 9.11.2014 kl. 14:05

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sammála þér Aztec að það er óskiljanlegt hvað forstjóri Strætó þurfi að hafa bílafríðindi. Það er kominn tími á að almenningsfyrirtæki hætti að elta svona vitleysu í launum. Eins og þú bendir réttilega á þá eru þetta skattpeningar og þá á að fara skynsamlega með.

Rúnar Már Bragason, 9.11.2014 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband