Svona á að gera þetta

Auðurinn snýst nefnilega minnst um peningana heldur að þú sért sáttu þar sem maður er og það sem maður hefur. Minningar eru dýrmætar eignir sem oft eru grunnurinn að koma manni áfram.

Ýmsir forstjórar á Íslandi missa einmitt að þessu grunnatriði en keppast við að eiga voða fína hluti. Þannig má velta fyrir sér hvað sé rétta hæfni einstaklinga í að stýra fyrirtækjum, þ.e. hver er hvatinn sem ýtir mönnum/konum áfram?

Forstjóri Strætó virðist hafa meiri áhuga á að keyra um á flottum bíl en að stilla sig inn á að hann sé að stýra þjónustufyrirtæki almennings.

Lausnin er að eiga fyrir hlutnum áður en eytt er eða tekið lán sem þú ert viss um að geta borgað til baka.

Niðurstaðan er: eyddu skynsamlega og í sátt við sjálfan þig.


mbl.is Einn ríkasti maðurinn hefur búið í sama húsinu síðan 1958
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Bílafríðindin eru nú partur af hans launum þannig að það er nú svolítið ósanngjarnt að draga hann inn í þetta, þó vissulega hafi það verið klaufalegt að hafa ekki samráð við stjórnina um þessi kaup.

Landfari, 9.11.2014 kl. 14:02

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Nei mér finnst það ekki ósanngjarnt því það er engin skynsemi í því að hann hafi bílafríðindi.

Rúnar Már Bragason, 9.11.2014 kl. 17:09

3 identicon

Það er í raun rétt að þeir sem veljast í forystu fyrirtækis sem stuðla á að bættri þjónustu eigi sjálfir að nýta þá þjónustu og í raun sammarlegt að almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu er þetta lélegar enda nánast litið á þetta sem flutning á börnum, öldruðum og fátækum en ekki eitthvað sem vinnandi fólk nýtir sér.
Niðurgreidd stæðahús þar sem bifreiðin hefur forgang er að mörgu leiti greipt inn í íslenska þjóðarsál.

Það var gleðilegt að fólk er byrjað að hjóla en því miður ógnar eldgosið og brennisteinsvetni sem breytist í eingilda og tvígilda brennisteinssýru því og því ber að aðvara fólk að hjóla í vinnu og reyna á sig úti. Því miður veit enginn hvenær þessu slotar en vonandi bráðlega.

Mig langar samt að spyrja þig Rúnar. Hvenær fórst þú í strætó síðast?

Gunnr (IP-tala skráð) 10.11.2014 kl. 00:46

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Því er fljótsvarað, í dag!

Rúnar Már Bragason, 10.11.2014 kl. 07:59

5 Smámynd: Landfari

Þeirri gagnrýni, að maðurinn hafi bílafríðindi ber að sjálfsögðu að beina til þeirra sem semaja við hann um kaup og kjör, stjórn strædó, en ekki hann sjálfan.

Ég get i sjálfu sér vel fallist á að það sé svolítið öfugsnúið að hann fríðinidi felist í einkabíl en ekki fríum árspassa í strædó en það er alfarið á ábyrgð stjórnarinnar.

Landfari, 12.11.2014 kl. 17:38

6 identicon

ÞU ERT MEÐ ÞETTA RUNAR TIL HAMINGJU.

Deane Júlían Scime (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband