Á þá að breyta lífeyrissjóðakerfinu?

Eitt stærsta skref sem hægt er að fara í að breyta fjármálamarkaðinum á Íslandi er að breyta lífeyrissjóðakerfinu. Það kerfi er algerlega úr sér gengið og hefur alltof mikil áhrif á íslenskt fjármálalíf. Að til séu sjóðir sem eiga að vera safna auð fyrir lífeyri landsmanna með því að fjárfesta í fyrirtækjum og taka mjög mikla áhættu. Síðan skammta yfirmenn sér ofurlaun þrátt fyrir að geta ekki einu sinni ávaxtað féið samkvæmt lögbundnum skyldum.

Byrjið þar og þá fáum við heilbrigðara fjármálakerfi.

Næsti vettvangur er að taka á forstjóra og framkvæmdastjóralaun í almenningsfyrirtækjum sem eru alltof hátt borgaðir án þess að þurfa sýna fram á hverju þeir eru að skila. Að halda að hæfni og há laun fari saman sýnir einungis hverju fjarlægir stjórnendur eru hinu raunverulega markmiði stofnanna.

Sparnaður á vegum ríkis og sveitafélaga á að byrja þar en ekki á skúringakonunum.


mbl.is Fyrsta aðgerðin af mörgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband