Það er fúlt að bíða en flækjustigið er stundum mikið

Ég er í þeim hópi sem þarf að bíða og vissulega fúlt en skiljanlegt miðað við mínar aðstæður. Fréttablaðið stillir ekki upp að 90% fær að vita í dag hver niðurstaðan er heldur lætur 10% skipta máli.

Þannig fréttamennska er hreint út sagt léleg því vissara er að hafa hlutina rétta en að hlaupa með sig í vitleysu.

Þessi tilraun ríkisstjórnarinnnar sem mjög áhugaverð og athyglisvert verður að sjá hverju hún leiði að. Að vera velta fyrir sér að þessi hópur fái meira en hinn er pólitísk verið að afvegaleiða umræðuna. Hingað til hef ég ekki getað notað neitt úrræði til að lækka skuldirnar hjá mér þangað til núna.

Niðurstaða úr þessum aðgerðum verður ekki að fullu ljós fyrr en eftir nokkur ár. Þess vegna er best að spara gífuryrðin og sjá hverju þetta skilar en að hrópa sig hásan.


mbl.is Útreikningar liggja fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála, ég sótti um og fæ líklega að vita niðurstöðuna seinna í dag, veit náttúrulega ekki hve né hvort hún verður einhver. En það er verið að gera eitthvað, vinstri flokkar kvarta og kveina sem þeim er líkt, en gleyma að þeir höfðu fjögur ár og mikninn stuðning þjóðarinnar á þeim tíma og hverju skiluðu þeir?

Það er alltaf aumt að vera sí kvartandi hvar sem þú stendur, hvort sem um er að ræða stjórn eða stjórnarandstæða.

Já hún er skrýtin þessi tík pólitíkin.

Kjartan (IP-tala skráð) 11.11.2014 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband