Er það ekki hið besta mál?

Segja má að það sé jákvætt að fólk kaupi aðeins meira en það hefur gert og þannig haldið uppi meira flæði í viðskiptum. Þannig kemur líka hluti af peningunum beint til baka inn í ríkiskassann í formi virðisaukaskatts.

Hins vegar má fólk auðvitað ekki missa sig í kaupgleðinni og eyða um efni fram eins og gerðist fyrir hrun. Held að hættan á því sé mun minni en áður þar sem erfiðara er að fá lán.

Eins og ég sagði í gær þá er þetta spenanndi tilraun og ég skil ekki alveg þann málflutning að almenningur megi ekki fá leiðréttingu. Þetta sama fólk var til í að borga ímynda skuld Icesave. Stórfurðulegur málflutningur og nær að biðla frekar til fólks að halda aftur að neyslunni og ekki missa sig.

Er ekki kominn tími á að þessi kvörtunabylgja fari að beina sjónum sínum að einhverju uppbyggilegu?


mbl.is Leiðrétting auki kaupgleði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband