Táknrænt lítið skref

Þetta er ansi lítið skref sem bæjarfulltrúa fara í niðurskurði. Vissulega rétt gert að lækka laun sín en hins vegar hefðu þeir átt að ganga lengra og jafnvel unnið launalaust í eitt ár. Tilgangurinn væri að sýna fram á að þeim væri virkileg alvara að lagfæra það sem miður fór.

Satt og rétt að þetta er vinna sem bæjarfulltrúar þurfa að gefa af sér en það myndi virkilega sýna ábyrgð að vinna launalaust. Nú má kannski snúa dæminu við og segja að nýja fólkið beri ekki ábyrgð á gerðum fyrri bæjarfulltrúa. Þá væri nú auðvelt að leysa málið með tvískiptingu að eldri bæjarfulltrúar fengju engin laun en nýjir laun.

Spyrja má sig hvort það sé harkalegt að ganga svoleiðis fram. Ég held ekki því þar með sýna bæjarfulltrúar að þeir vilji bera ábyrgð og vilji læra af reynslunni. Því miður virðast þeir lítið vilja læra af reynslunni, 5% er enginn lærdómur.


mbl.is Bæjarfulltrúar lækka laun sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband