Réttast væri einnig að reka stjórnina

Ég er sammála Sveinbjörgu þarna að framkvæmdastjóranum er ekki sætt lengur þar sem hann rýfur trúnað. Fólk heimtar að Hanna Birna beri ábyrgð á undirmanni sínum svo að stjórn Strætó hlýtur að bera ábyrgð á undirmanni sínum og segja öll af sér hið sama.

Þetta fólk sem þarna vinnur verður að opna augun og sjá að það starfar í opinberu fyrirtæki sem eru peningar skattborganna. Þannig gengur reksturinn fyrst og fremst út að þjónusta fólkið sem notar almenningsvagna en ekki sérhagsmuni. Stjórnin á setja gott fordæmi og reka framkvæmdastjórann og síðan segja af sér fyrir ábyrgðalausan samning við framkvæmdastjórann.

 


mbl.is Vill láta reka framkvæmdastjóra Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta, auðvitað hefur allt þetta fólk þ.e. stjórnin og forstjórinn brotið trúnað gagnvart atvinnurekanda sínum fólkinu í Reykjavík.  Til hvers heldur fólk eiginlega að það sé skipað í stjórnir félaga ef ekki til að sinna því starfi af festu og heiðarleika, en ekki láta bara reka á reiðanum eins og virðist hafa verið gert þarna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2014 kl. 08:44

2 identicon

ÞVI MIÐUR ER ÞETTA BARA SVONA NU TIL DAGS UT UM ALLT.VEL SAGT RUNAR. VIÐ VERÐUM AÐ VERA VAKANDI JAFNVEL MEÐ VAKTA SKIPTI.

Deane Júlían Scime (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband