Ótrúlegt hvað er hægt að púkka upp á lítinn hóp

Þegar skoðaður er teljari fyrir hjólafólk á Suðurlandsbraut þá telur hann nokkur hundruð hjól á dag á sumrin. Sumrin eru tíminn sem flestir hjóla og að borgarfulltrúar skuli eyða miljónum í þennan hóp á kostnað mikils meirihluta er vart hægt að kalla annað en að vera úr takti.

Hvaðan þessi hugmynd að Reykjavík sé svo mikil bílaborg og allt það er hreint út sagt fáranleg. Það á að púkka upp á innan við 1% Reykvíkinga sem nota hjól. Ef viljinn er að minnka vægi bíla í Reykjavík þá þarf að hanna skipulagið öðruvísi til að dreifa umferðinni. Koma atvinnusvæðum á fleiri staði. Nei það er ekki gert heldur farið út í þrengingar á bílum einfaldlega vegna þess að borgarfulltrúar telja sig vita hvað er best fyrir fólk.

Ætla að enda á þeirri staðreynd að ég hef ekki séð borgarfulltrúa í Reykjavík vera fyrirmynd í þessu. Hvernig væri að byrja á sjálfum sér.


mbl.is Grensásvegur verði þrengdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það verða miklu fleiri % sem hjóla eftir því sem aðstæður skána ég hef seð það annarstaðar

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 10:38

2 Smámynd: Einar Karl

Sæll Rúnar Már.

Ég lít alls ekki svo á verið sé að "eyða" í hjólreiðafólk, með því að bæta hjólaleiðir í borginni. Allir borgarbúar græða á því ef fleiri hjóla og færri keyra.

Þess vegna er mjög jákvætt að fleiri hundruð fari fram hjá hjólateljara daglega á sumrin. Reyndar sýndu tölur eftir sumarið í ár að fjöldinn í ár var um 45% hærri en síðasta ár.

Einar Karl, 15.11.2014 kl. 11:23

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það er verið að eyða peningum þegar líkurnar á að notkun er ekki til staðar. Ég hef alveg hjólað um borgina og þá vel ég leið sem hefur minnstu brekkuna. Af því má leiða líkur að fáir hjóli upp Grensásveg. Þannig að þetta er peningasóun. Það finnst ekkert öllum gaman að hjóla og langt því frá að ná upp einhverjum meirihluta í þeim efnum. Gott mál að einhverjir nenni að hjóla en að það sé í takt við vilja borgarbúa að sífellt auka vægi hjólreiðastíga er út í hött.

Rúnar Már Bragason, 15.11.2014 kl. 12:01

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála hverju orði hjá þér Rúnar Már.

Þetta eru lélegar afsakanir, að allt verði betra þegar aðstæður skána, hvaða aðstæður...

Einar Karl eru Tónlistakennarar ekki í verkfalli vegna þess að Borgarstjórn á ekki til peninga til að mæta kröfum þeirra. Það er fullt af öðrum brýnni og mikilvægari verkefnum og hlutum að eyða fé okkar skattborgara í áður en farið er í svona framkvæmdir sem eru bara til að valda reiði og ólgu hjá fólki...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.11.2014 kl. 13:53

5 Smámynd: Árni Davíðsson

Sæll Rúnar

Mêr finnst þú full neikvæður því í ferðavenjukönnun 2011 kom fram að rúmlega 60% íbúa höfuðborgarsvæðisins hjóla yfir árið þannig að leiða má líkum að því að aðgerðir sem bæta aðstæður þessa fólks gagnist meira en litlum minnihluta. Skoðanakannanir benda líka til þess að hlutdeild hjólreiða af ferðum hafi ríflega þrefaldast. Hlutdeild ferða á hjóli í hópi fullorðinna hafi farið úr um 2% af ferðum í milli 5-6% af ferðum í Reykjavík. Þessu er misskipt eftir hverfum en vestan Elliðaáa er hlutdeild hjólreiða um 6-8% í hópi fullorðinna. Þessi umerð fer að hluta til fram hjá fólki því hjólandi dreifast bæði um stíga, gangstéttir og götur. Það má auðvitað deila um þessa fyrirhugaða framkvæmd á Grensásvegi því auðvitað er þetta brekka og aðalstraumurinn liggur austur-vestur en það vantar þó góðar leiðir norður-suður og eðlilegt að útbúnar verði hjólaleiðir meðfram Grensásvegi og Háaleitisbraut. Þessi þrenging mun þó ekki hafa neinar tafir í för með sér fyrir umferð bíla því umferðarýmdin á götunni er alveg nægjanleg með einni akrein í hvora átt.

Árni Davíðsson, 16.11.2014 kl. 01:47

6 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Árni þú ert ekki beint að vinna hjólreiðafólki góðan málstað, 5-6% af ferðum þeirra sem hjóla. Það þýðir að sé farin ein ferð á dag eru það 15-20 ferðir á ári. Hvað gera þeir hina 320 dagana? Er farið í strætó eða bíl? Nei það er engin ástæða til að þrengja Grensásveg. Til að hjóla upp úr Fossvogi er mun betra að fara upp með Borgarspítalanum sem er næsta gata sem styður enn frekar hversu fáránleg hugmynd þetta er. Auk þess er enginn svakaleg gönguumferð um Grensásveg svo hjólreiðamenn hafa nóg rými.

Rúnar Már Bragason, 16.11.2014 kl. 07:41

7 Smámynd: Árni Davíðsson

Þetta er misskilningur Rúnar. Þessi 5-6% er það hlutfall fullorðinna Reykvíkinga sem segjast hjóla að jafnaði í vinnu eða skóla í skoðanakönnun í október 2013. Það er misjafnt eftir hverfum hversu mikið er hjólað en vestan Elliðánna er hlutfallið hærra en 6%, kannski á bilinu 6-10%. Í úthverfum hjóla fullorðnir minna en börn hjóla jafn mikið eða meira í úthverfunum heldur en vestan Elliðaánna. Þessi skoðanakönnun á haustmánuðum hefur verið gerð i meira en 10 ár og er því skásta heimildin um breytingar í ferðavenjum. Raunverulegar ferðavenjukannanir eru aðeins tvær, önnur gerð í jan.-feb. 2002 og hin í okt.-des. 2011. Þessi haust skoðanakönnun bendir til þess að hlutdeild hjólreiða í heildarferðafjölda hafi ríflega 3 faldast á síðustu 6 árum og aðrar niðurstöður styðja það líka svo sem talningar Reykjavíkurborgar og könnun Landlæknisembættisins á liðan og heilsu Íslendinga.

Að 5% Reykvíkinga hafa valið sér annan ferðamáta en einkabílinn gerir ekkert nema gott fyrir umhverfi borgarinnar, heilsu þeirra sem hjóla og það léttir á umferð og greiðir leið þeirra sem kjósa að keyra. Það er allt jákvætt við þetta og allir vinna á þessu. Í ferðavenjukönnuninni 2011 sögðust yfir 60% íbúa höfuðborgarsvæðisins hjóla einhvern tímann yfir árið og þessi mannvirki nýtast öllu þessu fólki og það er mjög ánægt með nýju stíganna.

Hér er smá grein sem ég skrifaði um þetta efni í fréttablað Fjallahjólaklúbbsins núna í ár (á bls. 12): http://issuu.com/fjallahjolaklubburinn/docs/2301/1?e=1319843/8293383

Árni Davíðsson, 16.11.2014 kl. 21:23

8 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Hef ekki séð þessa könnun eða hvað jafnaði þýðir í raun í þeirri könnun. Hvert var aldursbilið og þátttaka. Ég hef ekkert á móti hjólabrautum en að setja þær í brekkur þar sem nýtingahlutfallið er líklega lágt finnst mér vitlaus hugmynd. Þeir sem koma upp úr Fossvoginum er mjög ólíklegir til að velja að fara þessa leið. Þannig að það er fátt sem réttlætir aðgerðina að setja sér hjólabraut þarna. Breiðari gangstéttar er allt annað mál.

Rúnar Már Bragason, 16.11.2014 kl. 22:03

9 Smámynd: Árni Davíðsson

Að þarna skuli vera brekka er bara landslagið. Það verður seint hægt að fletja út allar brekkur en samt þarf að komast um þær. Þægilegast er að hjóla framhjá Bústaðahæðinni, annaðhvort vestan við, meðfram Öskjuhlíð, eða austan við, meðfram Reykjanesbraut. Það eru um 4 km á milli og því þarf að leggja hjólaleiðir í norður-suður á fleiri stöðum þótt þarna sé brekka. Þessi brekka er lítið mál fyrir þá sem eru vanir að hjóla og fyrir aðra eru komin reiðhjól með rafhjálparmótor og rafskutlur.

Ég hugsa að borgin sé líka að hugsa um að þrengja Grensásveg til að auðvelda gangandi að komast yfir og að gera götuna vistlegri til útivistar. Hjólastígurinn sé m.a. notaður til þess.

Árni Davíðsson, 17.11.2014 kl. 12:43

10 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Mér finnst það nú ekkert sérstaklega umhverfisvænt að hafa meira malbik en þörf er á og breiðari gangstétt gerir allt sem þarf þarna. Held að svarið væri frekar að taka almennilega úttekt á þörf á hjólaleiðum og úrbótum á helstu þeirra í stað þess að halda að þær þurfi að vera allstaðar.

Rúnar Már Bragason, 17.11.2014 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband