Hvar var þetta fólk á síðasta kjörtímabili?

Fyrir utan það að þessi mótmæli virðast fyrst og fremst snúast um að mótmæla til að mótmæla þe. að vera neikvæður út allt. Mér er samt spurn hvar þetta fólk var á síðasta kjörtímabili og hvort því fannst allt í lagi sem var gert þar.

Ef fjármálastjóri í fyrirtæki væri tekin fyrir fjárdrátt þá hef ég aldrei heyrt um að forstjórinn sé látinn fara.

Ráðherrar í síðustu ríkisstjórn brutu lög en það skipti engu máli fyrir þennan hóp. Það var meira segja leki úr ráðuneyti en það skipti engu máli. Ósamræmið er algert og þess vegna eru þessi mótmæli innantóm heimtufrekja.

Ef efinn á að ráða að ráherra sé látinn fjúka í hvert sinn þá þarf að svara af hverju ráðherrar fuku ekki í tíð síðustu ríkisstjórnar. Einnig þarf að svara af hverju hópur sem hefur hátt hafi endilega rétt fyrir sér.

Að lokum skulum hafa það á hreinu að ég er ekki stuðningsmaður Hönnu Birnu en ég get ekki séð að hún hafi gert neitt af sér í starfi. Fólk sem dæmir út frá fréttum í fjölmiðlum um hennar störf veit í raun ekkert um hennar störf. Það er mjög auðvelt að afbaka sannleikann í fjölmiðlum.

Mótmælendur þurfa að svara því hvers konar stjórnskipulag þeir vilja að sé við lýði. Ef engin umdeild atvik mega koma upp, er þá verið að framkvæma eitthvað? Eiga ráðherrar að lifa í ótta og láta hlutina danka uppi af ótta við mótmæli?

Kvartað er yfir að ekki séu peningar í Landsspítalann en ef ráðherrar eiga sífellt að vera segja af sér þá auðvitað minnka peningar til að gera aðra hluti.

Er uppsögn Hönnu Birnu það mikilvægasta í dag?

 

 


mbl.is „Jæja, Hanna Birna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu !

Maður tæki mark á mótmælum ef þau væru raunveruleg. Maður veit að þetta er allt úrillt samfó-lið.

Hvar var þetta fólk þegar Svandís, nú eða Jóhanna voru dæmd af dómstólum ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 16.11.2014 kl. 08:49

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já segðu segi ég líka, og á sama tíma velti ég því fyrir mér hvort mótmælin eigi ekki betur heima fyrir framan Borgarstjóra og hans fólk...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.11.2014 kl. 11:08

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Góð greinin þín Rúnar.Obbinn af Íslendingum vill búa í sátt í landinu sínu.en aðrir unna okkur ekki þess og beita öllum ráðum til að spilla fyrir því.

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2014 kl. 15:22

4 Smámynd: Sindri Viborg

Svo ég skilji þig rétt.

Ertu að draga úr því að fólk sé að mótmæla vegna þess að það mótmælti ekki þegar einhver annar gerði eitthvað rangt?

Þannig að ef eitthvað var gert rangt og ekki harðlega mótmælt, þá á ekki að mótmæla því sem er rangt gert núna?

Finnst þér þessi rök þín ekki pínu vanhugsuð?

Sindri Viborg, 16.11.2014 kl. 20:05

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sindri:

Hvar var þetta fólk þegar verri hlutir voru að gerast?  Af hverju leggur það af stað fyrst þegar hlutirnir batna, þó ekki nema smá?

Hvar voru mótmælin þegar meira þurfti á þeim að halda?

Hér sýnist okkur vera maðkur í mysunni.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.11.2014 kl. 20:14

6 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Sindri:

Ásgrímur er alveg með svarið. Það þarf að vera samræmi í því þegar mótmælt er. Annað er ekki sannfærandi. Nei mér finnst rökin ekki vanhugsuð en spyr á móti hvort þú sért ekki búin að ákveða sekt áður en dómur er kveðinn? Finnst þér sem sagt í lagi að ráðherrar sem dæmdir voru fyrir lögbrot sitji áfram? Hvers vegna voru ekki fjöldamótmæli þegar það átti sér stað á síðasta kjörtímabili?

Í því felst ósamræmið og þess vegna eru þessi mótmæli ekki sannfærandi.

Rúnar Már Bragason, 16.11.2014 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband