21.11.2014 | 10:04
Allir vilja sneið af kökunni
Við fyrsta lestur fréttarinnar mætti halda að allir vilji stærri sneið af kökunni með aukningu ferðamanna en þegar betur er að gáð er þetta reyndar hið besta mál. Með því að opna meira á ferðir beint til Egilsstaða og Akureyrar þá dreifast ferðamenn meira og það nýtist landinu í heild sinni betur.
Skemmtiferðaskipin sem koma stoppa það stutt að ferðamennska með gistingu nýtist ekki eins vel. Því þarf fleiri valkosti og einmitt með að opna flugvellina opnast fleiri möguleikar þar sem ferðamennska á austurlandi er með aðrar áherslur en ferðamennska á suðurlandi.
Þannig að við betri skoðun þá er gott mál að þessi svæði séu að sameinast um áherslur og benda á útvíkkun ferðamennsku á Íslandi. Möguleikarnir eru margir og þess vegna þarf að nálgast það með opnum huga. Að dreifa ferðamönnum meira um landið kemur þjóðinni allri til góða.
Einnar gáttar stefna skaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.