Verkfallsréttur hálaunastétta

Samkvæmt því að vera launamaður eiga allir að eiga rétt á að fara í verkfall til að undirstrika launakröfur sínar. Það er samt athyglisvert að láglaunastéttir eru að fara fram á lítið meðan hálaunastéttir setja miklar kröfur og fara í verkfall til að sýna mikilvægi sitt.

Þarna er einmitt komið hrópandi misrétti í verkfallsréttinn því sá láglaunaði á erfitt að lifa í löngu verkfalli líkt og tónlistakennarar með hálaunafólkið finnur lítið fyrir þessu.

Verkfall prófessora er sett á versta tíma fyrir nemendur til að flestir finni fyrir þessu. Eigin hagsmunir prófessora sem telja sig þurfa mun hærri laun þrátt fyrir ókeypis aðgengi að efni hljómar frekar þunnt. Samfélagið á ekki að púkka upp á launamissinn sem er að koma til vegna minni tekna af útgefnu efni.

Þegar hlustað er á málflutning hálaunastétta varðandi verkfall (prófessorar, læknar, flugmenn) þá er eins og annað en laun séu aðalatriðið. Er kannski þörf á að koma hreint til dyra?


mbl.is Verkfall kæmi í veg fyrir útskrift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband