24.11.2014 | 06:52
Að standa í lappirnar
Stjórnmálamönnum virðist lítið ágengt að standa í lappirnar og halda út því sem lagt er til. Vissulega má færa mörg rök fyrir því að hækkun virðisaukaskatts á mat sé ekki sniðug leið en það verður spennandi að sjá hvaða útfærsla verður á þessu.
Mér finnst þessi hækkun lítið skref í stað þess að fella út vörugjöld. Verslun þrífst mun betur í færri gjöldum svo að þessi hækkun virkar frekar lítil í raun þegar til lengri tíma er litið.
Málið er að fólk þarf að standa betur vaktina og veita verslun aðhald að hækka verð ekki of mikið. Íslendingar eru of passívir í þessum efnum og með lítið úthald.
Sjáum tillögurnar og metum síðan hvað þær gera.
Rætt um 11% skatt á mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.