Dæmi um velheppnaða markaðssetningu

Það að selja sérstakan jólabjór er ekkert annað en vel heppnum markaðssetning því þessi bjór er oft ekkert merkilegri en venjulegur bjór. Með því að búa til sérstakan bjór fyrir ákveðin tíma þá hefur tekist að selja meiri bjór en tilefni stendur til.

Að bjór sé svo merkilegur drykkur að ég þurfi að sulla í þessu lon og don finnst mér reyndar ekkert voða spennandi. Þarna fæ ég nýtt bragð. Líkt og með þorrablótin sem snerust um mat sem flestum fannst vondur að þá var velheppnuð markaðssetning sem kom þessu á nýjan stall.

Í grunninn snýst þetta allt um að hitta annað fólk og hafa gaman. Bjór, þorrablót, jólamatur eða annað er bara umgjörð.

Góða skemmtun!


mbl.is Sala á jólabjór hefur aukist um 5.850%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband