2.12.2014 | 23:46
Leggjum Fiskistofu niður
Það mætti alveg eins segja að það sé óskiljanlegt glapræði að halda úti Fiskistofu því allt sem stofnunin gerir er hægt að færa undir aðrar stofnanir. Þetta er eftirlitsstofnun fyrst og fremst og að það þurfi að vera sérstofnun er engan veginn í takt við tímann.
Það er mjög eðlilegt að breyta stofnunum og leggja þær niður eða breyta. Á sínum tíma fannst mönnum þörf á þessari stofnun en með tímanum er sífellt minni þörf fyrir hana. Að það þurfi að halda úti forstjóra fyrir 20 manna eftirlitsstofnun er alger óþarfi. Til lengri tíma er mun skynsamara að færa verkefnin inn í aðrar stofnanir.
Fyrir utan það þá segir fyrrverandi forstjóri að þekking starfsmanna glatist. Þekking starfsmanna á ekki að vera einkamál þeirra. Þetta er ríkisstofnun og hlutverk og verk þeirra á að vera hægt að sinna af öðrum með stuttum fyrirvara. Annað er óeðlilegt því ríkisstörf eru fyrst og fremst þjónusta en ekki einkafyrirbæri.
Fækkun stofnanna er þjóðþrifamál.
Flutningurinn óskiljanlegt glapræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.