Eðlilegra að skera niður

Ef halda á úti óbreyttri mynd á rekstrarformi RÚV þá er eðlilegra að skera niður. Forstjóri Netflix lét hafa eftir sér að hann spáir að hefðbundið dagskrársjónvarp verði hætt innan 16 ára.

Að mörgu leyti er þetta rétt mynd hjá honum er varðar hið hefðbundna dagskrárform og því væri mun eðlilegra að skera niður RÚV og fá það til að sinna hlutverki sínu. Eðlilegt er að sinna menningu og talþættir eiga ekki endilega heima í sjónvarpi þar sem útvarp getur sinnt slíkum þáttum.

Leikið efni, heimildarþættir, útsendingar frá atburðum, sýna fólkið í landinu eru menningarþættir. Þessu fylgja líka spurningaþættir. Þættir eins og óskalög landans finnst mér lélegt efni því þar er verið að útsetja lögin upp á nýtt. Mun nær væri að sýna vaxtabrodd tónlistarsköpunar sem nóg er af. Til að mynda hefur Jóhann Jóhannson fengið frábæra dóma fyrir verk sín. Heimildarmyndin um The Myners' Hymns er gott dæmi um menningarhlutverk sem RÚV sinnir illa. Hvað varð um allar heimildarmyndir á RÚV?

Mín niðurstaða er að eigi að auka framlög til RÚV þá á það að vera í formi þess að sinna menningarhlutverkinu og minnka framlög til sjálfhverfra þáttastjórnenda.


mbl.is Hætti við niðurskurð til RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband