Í góðu lagi að setja mörk

Það mætti setja svona mörk á miklu fleiri stöðum í ríkiskerfinu. Menn æða áfram og fara helst fram úr fjárlögum til þess eins að geta sníkt meira, og það hefur beinlínis verið sagt.

Rekstur eins og spítali og málefni fatlaðra er ljóst að er málaflokkur sem bólgnar hægt og bítandi út. Þannig að aðhald þar snýst um að nýta peninginn sem best. Apparat eins og Rúv ætti ekki að stækka í sífellu því það sinnir svo illa hlutverki sínu og þegar það ætlar þangað þá allt í einu eru ekki til peningar.

Fréttir eru langt því frá að vera eins mikilvægur þáttur og áður enda óspart orðinn bitbein í pólitískum átökum. Þáttur um mannlegt líf er mest í formi spjallþátta en lítið verið að taka þátt í lífinu með fólkinu.

Fyrst og fremst þarf RÚV að hætta að sjá sig sem miðpunkt sem allir fylgjast með og fara taka puttann á púlsinum hjá þjóðinni. Þegar stofnunin tengist betur þjóðinni, næst sáttin, og hún verður ákveðinn miðdepill í þjóðfélaginu.

Þannig RÚV breytist og þjónið fólkinu.

 

 


mbl.is Selji eignir eða rifi seglin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband