Eru áramót eitthvað meiri tímamót en önnur?

Það er góður siður að gera upp ákveðin tímabil í lífi sínu og fara aðeins yfir farinn veg og horfa til næsta. Hins vegar má velta fyrir sér hvort að áramót séu endilega sá tími. Sá sem setur sér markmið þá skipta áramót engu máli í því samhengi þar sem marmiðið fær ákveðinn tíma, það viðmið getur verið hvað sem er.

Hins vegar eru áramót góður viðmiðspunktur fyrir alla sem geta þannig sett viðmið við ákveðna dagsetningu. Ólíkt er hvernig gengur hjá fólki og hvernig það taki því hvernig gengur hjá því. Þannig er hægt að gleðjast með sumum meðan aðrir gera fátt og svo eru enn aðrir sem ekkert virðist ganga hjá.

Það eru samt engin endalok að ekkert virðist ganga upp því hlutirnir breytast. Ekkert er endanlegt hvort sem gengur vel eða illa. Hvernig við bregðumst við hlutunum er það sem skilgreininir okkur en ekki hvort gekk vel eða illa.

Óska öllum gleðilegs árs og gangi sátt í að fást við tilveru sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband