Hvað með að rannsaka innri áhrif

Öll þessi rannsókn byggir á því að ytri áhrif hafi áhrif á líf fólks. Þar með lendi fólk í vandræðum með líf sitt sem hægt væri að laga með breytingum eins og að færa klukkuna. Hins vegar er ekkert talað um innri vilja fólks eða vana þess. Flestir unglingar á framhaldsskólastigi hafa ekki mótað sér venjur til framtíðar og mótast mikið af hverjum degi fyrir sig. Þannig er tilhneiging að hlaupa á eftir öllu spennandi en ekki halda ákveðinni rútínu sem einmitt er grunnforsenda heilbrigðra svefnvenja.

Ég legg til að gerð verði önnur rannsókn og rannsakað innri áhrif þar sem kannaður er vilji fólks að breyta venjum sínum t.d. að ákveða að vakna klukkan 6 á hverjum degi. Hvaða áhrif hafa utan að komandi áhrif þá á líf fólks?

Já það eru tvær eða fleiri hliðar á öllum málum.


mbl.is Hver eru áhrif „klukkubreytingar“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvíld byggist á þeirri einföldu staðreynd að svefn sé nægur. Hvenær sólahrings hann fer fram breytir engu. Ástæða þess að unglingar og sumt eldra fólk á erfitt með að vakna á morgnanna er vegna þess að of seint er farið að sofa á kvöldin. Þessu verður ekki breytt ´með því að breyta klukkunni.

Það er annars merkilegt að sálfræðingurinn telur mikilvægt að fólk fái "morgunbirtuna". Samkvæmt því ætti að flýta klukkunni svo fólk fái fleiri morgna yfir árið bjarta, að það sé alveg örugglega vaknað sem flesta daga áður en morgunbirtan skellur á.

Gunnar Heiðarsson, 6.1.2015 kl. 10:25

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Miklu einfaldara en að breyta klukkunni er að hafa sveigjanlegan vinnutíma og leyfa fólki að mæta til vinnu á tímabilinu 7 til 9.  Skólar gætu byrjað klukkan 9 ef menn vilja.

Það er mjög gott fyrir heilsuna, bæði líkamlega og andlega, að geta notið birtunnar eftir að vinnudegi lýkur. 

Meðan sjónvarpið er að sýna myndir fram yfir miðnætti mun fólk faar seint að sofa, sama hvernig klukkan er stillt miðað við sólargang.


Ágúst H Bjarnason, 6.1.2015 kl. 10:48

3 identicon

Mér finnst skrýtin túlkunin á lífsklukkunni. Hvenær stilltist hún á 0 hjá hverjum og einum? Endurstilist hún aldrei? Einhverntímann var fundið út að sólarhringurinn í lífsklukka mannsins væri 25 klst. og það skapaði helst ruglinginn.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 6.1.2015 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband