Hvað er aðalatriðið?

Ég hefði haldið að aðalatriðið væri að setja fram tillöguna og vinna í því að afturkalla umsóknina en ekki að ræða við stjórnarandstöðuna. Spurning blaðamanns er eiginlega ákaflega furðuleg þegar hugsað er til þess að þetta sé tillaga sem þingmenn ræða og komast að niðurstöðu.

Það er eins og þessi umsókn sé eitthvað heilög og þótt hún sé steindauð þá þurfi samþykki stjórnarandstöðu til að draga hana til baka. Dramantík evrópusinna kom reyndar strax í ljós í gær þegar leiðari Fréttablaðsins líkti þessu við að missa haldreipi í stjórn landsins. Ekkert er fjarri sanni og mætti frekar snúa þessu við að þetta er dragbítur landsins.

Verið menn og skellið þessu fram, og komið í gegnum þingið afturköllun umsóknarinnar.


mbl.is Glórulaust að ganga ekki frá málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur legið ljóst fyrir frá upphafi að ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki nægjanlegt fylgi við afturköllun innan sinna raða til að koma málinu í gegn. Rödd Alþingis hefur meira vægi en vilji ríkisstjórnar og setji ríkisstjórn fram tillöguna og tapar þá eru þeir í erfiðri stöðu. Þá verða þeir að fara að vilja Alþingis og hefja viðræður að nýju eða slíta þingi og efna til kosninga. Fylgi við tillöguna verður því að vera öruggt og samþykki gulltryggt svo hún verði lögð fram.

Ufsi (IP-tala skráð) 6.1.2015 kl. 09:13

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Ekki veit ég í hvaða spunaheimi þú lifir Ufsi en það má alltaf reyna hafa áhrif með spuna. Fyrst og fremst er þetta lagt fram í krafti þess að meirihluti sé fyrir tillögunni og ef hún er felld ætti stjórnarandstæðan þá ekki að gleðjast. Svona tal eins og hjá þér Ufsi hefur engan tilgang nema reyna að koma málinu frá án þess að tillagan sé sett fram.

Rúnar Már Bragason, 6.1.2015 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband