Hvað þýðir að vera utan ramma

Þessi frétt er svolítið óljós um hvað eigi að ná fram. Það að eitthvað sé utan ramma þýðir ekki endilega að sé ólöglegt. Þannig býður ramminn upp á að upphæðir sem eru undir ákveðnu marki þurfi ekki að fara í útboð. Hversu oft er það notað að lækka upphæð og þannig komast hjá útboði?

Vonandi skilar svona vinnu einhverri niðurstöðu um að farið sé á sveig við lög og reglur um opinbera starfssemi. Mikilvægast úr þeirri vinnu væri að einhver bæri síðan ábyrgð á því hvernig farið sé með opinber innkaup svo ekki sé dottið ofan í sama pittin aftur.

Í svona samhengi er oft talað um spillingu en slíkt þarf samt ekki að vera uppi á borðinu. Ein staðreynd er að við verslum við þá sem okkur líkar og þannig tilbúin að sveigja aðeins rammann til að viðhalda þeim viðskiptum. Hins vegar ef það er á kostnað skattgreiðenda þá er það ólíðandi.

Vonandi skilar þessi vinna góðu verklagi til framtíðar.


mbl.is Hægt að spara milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband