Skrýtið að kalla múslima minnihlutahóp

Ég er sammála SUS að því leyti að ekkert tilefni er til að skoða múslima á Íslandi sérstaklega enda dæmi um Íslendinga fædda hér á landi hafi skipt um trú. Það sem skýtur skökku við er að kalla múslima minnihlutahóp.

Það er eins og verið sé að fjalla um þjóðernishóp og eiga þá ekki allir trúarhópar rétt á því að vera kallaður minnihlutahópur. Hér er sem sagt verið að fara úr einni vitleysunni í aðra.

Samkvæmt borgaralegum skilgreiningum eru trúarbrögð val hvers og eins. Þannig tilheyrir fólk engum ákveðnum hópi þrátt fyrir trúarskoðanir sínar. Ég hef aldrei heyrt talað um ásatrúmenn sem minnihlutahóp eða kristna sértrúasöfnuði.

SUS er þannig komið í sama ruglið og Ásmundur að stimpla múslima sem ákveðinn hóp.


mbl.is SUS fordæmir ummælin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband