Hvað er almennt rétt að gera

Almennt séð er erfitt að ímynda sér að þetta verði niðurstaða úr kjarasamningum. Athyglisvert er að SA er búið að vera á fullu í almannasamskiptum meðan verkalýðsforustan kemur varla upp bofsi.

Líklegast er að gerðir verða samningar til styttri tíma með ca 5% launahækkun. Gerir engann ánægðan en málin reddast.

Lærdómurinn af öllu saman er að stjórnendur verða að sníða stakk eftir vexti en ekki halda að þeir geti hækkað laun sín óábyrgt eins og gert hefur verið undanfarin ár.

 


mbl.is Myndi valda kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

 Sæll Rúnar.

Það sem hægt er að gera er að sækja styrkingu viðskiptagengis okkar sem nálgast 13% á sl 2 árum.

Bæta svo við 5% til að koma í veg fyrir verðhjöðnun og til að mæta hækkun skatta vegna samninga á opinbera markaðnum.

Með því ætti að vera hægt að 3 ára samning með 6+3+3 og ná þannig fram 12,45% hækkun launa á 3 árum.

Þessu verður þó líklega að fylgja hækkun lágmarkslauna um amk 20%, þ.e.a.s. að laun undir framfærslugrunni (um 340.000 í heildarlaun) hækki sérstaklega.

Líklegra er þó að SA reyni að mæta slíku með eingreiðslum.

Óskar Guðmundsson, 14.1.2015 kl. 15:35

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það er gott að vera bjartsýnn og þetta væru svo sem ásættanlegir samningar en eins og þú bendir á þá mun SA berjast af fullum krafti. Ræður verkalýðsforystan við það?

Rúnar Már Bragason, 14.1.2015 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband