27.1.2015 | 15:03
Það er snúið út úr öllu sem hann segir
Það er staðreynd að stjórnarandstæðan snýr út úr öllu sem Sigmundur segir og kallar hann öllum illum nöfnum. Líklega telja þeir sér trú um að þetta sé mjög viturlegar leiðir og skapandi gagnrýni á störf Sigmundar.
Held samt að aðalstaðreyndin sé sú að flestir lesi einungis fyrirsagnir og móti sér skoðun án þess að kafa ofan í efnið. Þessi lenska að kalla illum nöfnum eða gefa í skyn truflun á geði er ljótt og skilar engu nema leiðindum.
Hvaða skoðun sem menn hafa á Framsóknarflokkinum (hef aldrei kosið þá og stefni ekki að gera það) þá á vel að vera hægt að gagnrýna störf þeirra og veita þeim aðhald án þess að uppnefna þá. Annað sýnir einungis málefnaþrot.
Gagnrýnum á málefnalegan hátt.
Hvað sagði Sigmundur Davíð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sé ekki alveg hvernig þú færð það út að stjórnarandstaðan standi á bakvið þetta, þar sem það var mbl.is sem sló upp þessari fyrirsögn.
En þetta var það sem Sigmundur sagði:
En það er óskandi að lærdómurinn verði líka sá að menn komi ekki fram á þann hátt sem innanríkisráðherra hefur stundum mátt þola í umræðu um þetta mál.“
og svo kom mbl.is með þessa fyrirsögn:Þjóðin læri af leka málinu
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 16:19
Sé ekki alveg hvernig þú vilt reyna fela það að stjórnarandstaðan stendur á bakvið þetta. Þótt fyrirsögnin geti verið villandi miðað við hvað hann sagði þá hefur enginn annar hag af því að snúa út úr þessu nema stjórnarandstaðan. Ég er ekki einungis að vísa í fyrirsögnina heldur umræðuna sem skapaðist eftir á um þessa grein.
Rúnar Már Bragason, 27.1.2015 kl. 17:07
Hvernig í ósköpunum færðu það út að stjórnarandstaðan standi á bakvið þessi orð?
Skúli (IP-tala skráð) 27.1.2015 kl. 17:48
já er mogginn orðinn málgagn stjórnarandstöðunnar? hahahaha!!!!
Óskar, 27.1.2015 kl. 18:50
Hvernig færðu það út Óskar? Það var einfaldlega gripin fyrirsögn án þess að lesa innihaldið sem er ákaflega í líkingu við stjórnarandstöðuna - upphlaup án innhalds.
Rúnar Már Bragason, 27.1.2015 kl. 18:57
Léleg fyrir sögn blaðamanns. skaðinn skeður. jafnvel þó sigmundur sendi einhverja tölvupósta er stjórnarandstaðan búin að henda þetta álofti og missti óvart heyrnina þegar Sigmundr var að reyna að leiðrétta. nb. þessi stjórnarandstaða er hvað þetta varðar ekkert endilega neitt verri en aðrar sem fyrir hafa verið.
ls (IP-tala skráð) 28.1.2015 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.