Fámennur hópur að gera sig breiðan

Ég þurfti að fletta uppi hvaða félagasamtök þetta væru enda ansi lítið farir fyrir þeim. Allt í einu virðast þau hafa mikla rödd og mikið umboð um að koma fram og mótmæla sjálfsagðri afturköllun ESB umsóknar.

Félag atvinnurekenda, allavega stjórn, er mikið um innflytjendur enda þeir verið háværastir um að fara í ESB. Þannig að þessi yfirlýsing kemur sannarlega ekkert á óvart því þeir einu sem hafa í raun haga af Evru eru innflytjendur. Af hverju stafar liklegast af sveiflum í gengi krónunnar en hvers vegna taka þeir sig ekki á og læra betur að sinna þessum sveiflum.

Við höfum ekkert að gera í ESB og það er ekki hagur þjóðarinnar að fara þar inn eða taka upp Evru. Við eigum hvort eð er svo langt í land með nokkurntímann að ná lágmarksskyldum fyrir Evru að hugmyndin er í raun hlægileg. Að tala um að verið sé að þrengja valkosti er einfaldlega út í hött.

Nei við ESB og afturköllun umsóknar sem fyrst.


mbl.is Mótmæla afturköllun aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband