28.1.2015 | 08:35
Lífeyrissjóðir í samkeppni við sjálfa sig
Þessi frétt kemur ekki á óvart því hverjir hafa í raun efni á að halda úti fasteignafélögum. Jú lífeyrissjóðir þar sem mikið að fé er bundið í fasteign. Hvort auðvelt sé síðan að selja sömu eignir veit ég lítið um en í huga mínum þá sýnir þetta fram á skort á fjárfestingatækifærum og að breyta þurfi lífeyrissjóðakerfinu.
Með því að lífeyrissjóðir eru orðnir stórir fasteignaeigendur í gegnum fasteignafélög þá verða eignareikningarnir enn stærri en er endilega samansem merki milli þess og ávöxtunar á eigin fé? Eru lífeyrissjóðirnir með þessu að skrúfa upp fasteignaverð til að halda í lögbundna ávöxtunarkröfu?
Það er margt vafasamt við þetta.
Hefur áhyggjur af fasteignafélögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.