Ekki einkavæðing, hvað þá?

Katrín Júlísdóttir vill meina að þetta hafi ekki verið einkavæðing að láta bankarnir voru afhentir öðrum. Ég spyr hvað hún eigi við. Ríkið bar ábyrgð á föllnu bönkunum og setti neyðarlög til þess. Þótt að eignarhald hafi ekki verið formlega keypt þá bar íslenska ríkið ábyrgð á þessu föllnu bönkum og innistæðum

Þannig að þetta getur ekki verið annað en einkavæðing eða var þetta kannski vinavæðing? Hvað getur þetta heitið annað en einkavæðing. Það er út úr snúningur hjá Guðmundi Steingrímssyni allt tal um að hafi ekki verið í eigu ríkisins.

Þau þurfa bæði að útskýra betur hvað þau eiga við. Annað er að reyna fela sannleikann.


mbl.is „Einkavæðing Steingríms“ verði rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fyrirtæki sem eru stofnuð af ríkinu, hljóta að hafa verið eign ríksisins, hvað svo sem gerðist eftir stofnun þeirra.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.1.2015 kl. 20:45

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

 

Einkafyrirtæki fóru á hausinn og kröfuhafarnir í þrotabú þeirra breyttu inneignum sínum í hlutafé við endurreisn þeira. Hvernig getur þetta kalast "einkavæðing"?

 

Þessar makalausu ásakanir og skítkast á Steingrím eru svo fáránlegar að það tekur engu tali og sýna að þeir sem tala svona eru annað hvort að tala gegn betri vitund eða að þeir skilji ekki eðli málsins og þar með talið eðli niðurfærslna kröfusafna við sölu þeirra

 

Svo við byrjum á eðli niðurfærslan kröfusafna við sölu þá er það svo að verðmæti þeirra er reiknað út frá því sem reikna má með að náist inn og þá miðað við að allar skuldir séu innheimtar upp í topp. Það hlutfall af samanlögðu nafnveði krafnanna miðast við það sem reikna má með að náist inn að meðaltali að viðbættri ákveðinni afstrift sem þóknun til kaupanda fyrir að taka áhættuna. Það vita það allir sem þekkja eitthvað til meðaltalsútreikninga að það eru alltaf einhverjir bæði fyrir ofan og neðan meðaltalið. Til að ná meðaltalinu þarf því að ná hærra hlutfalli hjá sumum til að bæta upp fyrir tapið af því að innheimta annarra krafna verður fyrir neðan meðaltalið. Það að gefa afslátt yfir línuna á móti afstirkfunum leiðir því til taps sem nemur samanlögðum upphæðum undir meðaltali sem nást inn hjá þeim skuldurum sem hafa greðslugetu undir meðaltalinu. Það er því eina leiðin til að ná þvi´inn sem kröfusafnið var keypt fyrir að innheimta allt upp í topp. Síðan getur reyndar komið hagnaður eða tap eftir því hvort það mat sem gert var á mjögulegri innheimtu sem bar grunvjöllur kaupverðsins reyndist vera ofmat eða vanmat.

Fullyrðingin um að það hafi verið að gefa kröfuhöfum einhverja peninga með því að heimila þeim að innheimta kröfurnar í topp eru því svo mikið bull að það hálfa væri nóg. Til að gera sér grein fyrir því þarf ekki einu sinni að þekkja til eðlis á verðmati kröfusafna heldur aðeins að hafa þekkingu á meðaltalsútreikningi og prósenduteikningi.

Hvað varðar þá fullyrðingu að krjöfuhöfum hafi veirð gefnir peningar með því að "gefa þeim Íslandsbanka og Arion banka á sulfurfati" þá stenst hún ekki heldur nánari skoðn. Staðreyndin er sú að þegar allt fjármálakerfið var hrunið þá þurfti að endurreisa það til að hægt væri að koma atvinnulífinu aftur á lappir og einnig til að útvega heimilunum það lánsfjármagn til að geta lifað af og fjárfest þar með talið í íbúðarhúsnæði og þannig skapa störf í landinu. Gallin var hins vegar sá að til þess þurfti að útvega nýju bönkunum um 300 milljarða eigin fé. Það var engin sem hafði áhuga á því að útvega það fé enda óvissan í íslensku efnahagslifi það mikið að í því fólst gríðerleg áhætta. Ef ille gengi að reisa íslenskt atvinnulíf aftur við þá var hætta á að nýju bankarnir færi líka á hausinn og þar með myndi þetta 300 milljarða eiginfjárframlag tapast. Staða ríkissjóðs var þannig að hann mátti ekki við að taka mikla áhætti í þá veru því skuldastaða hans var gríðarleg og lánshæfimats hans í samræmi við það. Enn meiri fjárhagsáhætta hefð gert það lánshæfismat enn erra og þar með hefði skuldatryggingarálagið sem var nógu slæmt fyrir ogðið enn verra og lánskjör ríkissjóðs því enn verri fyrir vikið. Það er jafnvel möguleiki á því að ef lánshæfismat ríkissjóðs færi of langt niður að eiginfjárframlag i böknunum í formi íslenskra fíksiskuldabréfa væri traustvekjandi vegna þess hversu ótrausvekjandi skuldari íslenska ríkið væri.

Þess vegna var farin sú leið að þvinga kröfuhafa í þrotabú Íslandsbankd og Kauplings til að breyta kröfum sínum í hlutafé í nýja Íslandsbanka og nýja Kaupþing bankd sem síðoar varð Arion banki. Þeir fildu þetta ekki en voru þvingaðir til þess til að minnak áhættu ríkissjóðs. Þeir voru því þvingaðir til að taka að sér meirihluta þeirrar áhættu sem fólst í því að endurreisa bankakerfið hér á landi. En það eru órjúfanleg tengsl í viðskiptum að sá aðili sem tekur þá áhættu að taka skellinn ef illa fer fær ávinningin ef vel gengur. Það er þess vegna sem kröfuhafarnir njóta nú hagnaðarins af því hversu góð fjárfesting hlutabréfakaup í íslensku bönkunum hefur reynst vera vegna þess hversu vel ríkisstórn Jóhönnu og Steingríms tókst til við að endurreisa íslenakan efnahag. Þeir hefðu hins vegar tekið á sig tapið ef ekki hefði tekist svo vel til. Það var aldrei möguleiki að koma hlutunum þannig fyrir að kröfuhafarnri hefðu tekið á sig tapið ef illa gengi en ríkisjóður hagnaðinn ef vel gengi.

Það er alltaf hægt að vera vitur eftirá en það var engan vegin ljóst þegar ákvörðun var tekin um að láta kröfuhafana taka meiginhluta áhættunar að það yrði hagnaður af hlutabréfaeign í nýju bönkunum. Það er því út í hött að tala um það eftirá að kröfuhöfum hafi verði fært fé frá almenningi þegar ákveðið var að láta þá taka áhættuna sem fólst í fjármögnun á endurreisn bankakerfisins í stað ríkissjóð.

Ef menn vilja skoða dæmi um stjórnvaldaðgerðir í tengslum við bankakerfið þar sem fjármalamönnum voru færð á silfurfati verðmæti á kostnað almennings þá væri meiri ástæða til að skoða einkavæðingu Búnaðargankans og Landsbankans árið 2003 heldur en stofnun nýju bankanna eftir htun. En á það vilja hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur heyra á minnst.

Sigurður M Grétarsson, 28.1.2015 kl. 23:07

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Astroturfing much?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.1.2015 kl. 01:43

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Það hefur engan tilgang að tala um fyrri einkavæðingu þegar þessi er til umfjöllunar. Veit ekki alveg í hvaða skáldsögu þú ert Sigurður en eins og Guðmundur bendir á, það sem ríkið býr til er eign ríkisins þannig að það er einkavæðing að láta það frá sér.

Rúnar Már Bragason, 29.1.2015 kl. 09:04

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ástæða þess að ég bendi á einkavæðinguna 2003 og 2004 er vegna þess að sá gjörningur er upphafið af hruninu og það er eina einkavæðingin. Bankarnir voru ekki til sem stofnanir fyrr en búið var að stofna þá formlega og leggja þeim til það eigið fé sem nauðsynlegt er lögum samvkæmt og til að bankar hafi trúverðugleika. Fram að því voru þeir einfallega stofnanir sem höndluðu með eignir þrotabúa gömlu bankanna en áttu sjáflir engar eignir. Það að ríkið keypti allt hlutafé í Landsbankanum og hluti í Íslandsbanka og Kaupþing banka var stærsta ríkisvæðing Íslandssögunnar en ekki einkavæðing. 

Ég er ekki í neinni skáldsögu heldur eru þetta allt staðreyndir sem ég nefndi hér að ofan. Þeir eru hins vegar í einhverri skáldsögu sem finna út úr þessu eitthvert tilræði við lántaka og ríkissjóð sem er ekki til enda frá uphafi til enda verið að vinna að því að tryggja hagsmini lántaka og ríkissóðs eins vel og kostur var miðað við það fjármagn sem ríkissjóður hafði aðgang að og þær upplýsingar sem menn höfðu á þeim tíma. Það er vel farið yfir þetta í þessari grein í Kjarnanum.

http://kjarninn.is/hver-graeddi-a-endurreisn-vidskiptabankanna

Þetta allt saman vita bæði Sigmundur Davíð og Vigdís. Það var gerð um þetta ýtarleg 110 síðna skýrsla sem var dreift á Alþingi fyrir nokkrum árum þegar þau voru bæði á þingi. Þau vita hins vegar að almenningur veit þetta ekki og eru því að skjóta í allar áttir og um leið að bera tilhæfulausar ásakanir á hendur pólitiskum andstæðingum sem þau eru jafnvel begn betri vitund að ásaka um landaráð. Ég vissi að þau bæði væru ómerkilegir stjórmálamenn en mig hreinlega grunaði ekki að þau væru alveg svona ómerkileg og ættu það til að koma með svona svæsið skítkast og persónuníð.

Sigurður M Grétarsson, 29.1.2015 kl. 18:49

6 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Pistilinn fjallar um hvort þetta telst einkavæðing 2009 eða ekki. Hvað gerðist 2004 skiptir engu máli. Árið 2009 voru tveir bankar einkavæddir og að fjalla um allt annað er einungis gert til að fjarlægjast það sem málið snýst um.

Rúnar Már Bragason, 30.1.2015 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband