Hver þrýstir upp verðinu?

Í greininni er fjallað um að leigufélög séu að ganga á lagið vegna skorts á íbúðum og þrýtsa upp verðinu. Hverjir eiga þessi leigufélög. Nú vill svo til að frétt var í vikunni um að lífeyrissjóðirnir séu í samkeppni í fasteignafélögum.

Getur verið að lífeyrissjóðir eigi í leigufélögum? Ég veit það ekki en víst er að það er ekki fyrir neinn að kaupa fullt af fasteignum nema eiga mikið lausafé. Það er nefnilega dýrt að festa fé í fasteign sem á að gefa síðan af sér því gjöldin borga sig ekki sjálf.

Getur verið að gjöld af fasteignum séu of há? Skattar af leigðum íbúðum of háir? Gæti verið lausn að leiga í heimahúsi sé undanþegin skatti til að minnka þrýsting?

Opinber gjöld hafa eitthvað um þetta að segja þrátt fyrir að einhverjir misnoti aðstöðu sína og hækki leiguverð umfram verðlag.

 


mbl.is Leiguverðið rýkur upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver þrýstir upp verðinu?

Svar: Dauðsyndin græðgi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 08:25

2 identicon

Ég gæti trúað að bólukrónur séu að leka inn í hagkerfið í gegnum fasteignakaup.  Þetta er í raun dulin verðbólga. Virkar svolítið eins og klakastífla í á.  Í stað þess að vatnið renni fram (verðbólga) þá safnast það fyrir (hækkað fasteignaverð)  En stíflan mun á endanum bresta þegar fasteignaverð fellur og um leið verðgildi krónunnar.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 09:48

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver þrýstir upp verðinu? Svar: Verðtryggingin.

Það er að segja allt þar til núna þegar loksins er komin verðhjöðnun.

Bjarni, verðgildi krónunnar þarf ekki að falla frekar en menn vilja, það er bara spurning um hversu mikið af henni er í umferð og stjórnvöld geta stýrt því ef þau kæra sig um. Hingað til hafa menn hinsvegar verið í einhverju stýivaxtakukli og kallað það peningastefnu sem engin er. Ef þeir hætta því leikhúsi og fara að vinna vinnuna sína er vel hægt að stjórna peningamagni.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2015 kl. 14:11

4 identicon

Auðvitað er hægt að stjórna peningamagninu en það hefur ekki verið gert. Arfur Hrunsins er að allt of mikið er til af krónum sem myndu ef þær færu út í hagkerfið valda mikilli verðrýrnun þeirra króna sem fyrir eru. Sumum finnst þetta vera eins og að snjóhengja vofi yfir "bygðinni". 

     Þessum krónum hefði þurft að eyða eða a.m.k. fækka. Samningar við kröfuhafa um losun "snjóhengjunnar" snúast væntanlega (eða eiga að snúast) um hversu mikið af krónum snóhengjunnar er hægt að eyða áður en kröfuhafar fá rest og væntanlega breyta þeim hið snarasta í dollara eða evrur til eyðslu annarsstaðar.

Hið galna í hugmyndum Framsóknarmanna (og hef ég nú heldur reynt að verja þann flokk í umræðunni) er að halda að þessar krónur sem teknar yrðu úr umferð væru nothæfar hér í hagkerfinu. Þeim á að eyða, annars rýrna stórlega þær krónur sem fyrir eru. 

Ég er ansi hræddur um að eitthvað af krónum snjóhengjunnar séu að leka hér í hagkerfið, t.d. var ekki gott þegar seðlabankinn keypti gjaldeyri fyrir allt of margar krónur um árið (er kannski enn).   Eins má andskotinn vita hvað lífeyrissjóðirnir eru að gera og fá að gera í bakherbergjum íslensks fjármálakerfis.  Eitt er allavega morgunnljóst og það er að það eru krónur  að "leka" inn í hagkerfið og myndu valda hér verðbólgu ef ekki kæmi til að þær eru notaðar til fasteignakaupa og valda því fasteignabólu.  Þegar hún "leiðréttist" (what goes up must kom down) þá kemur í ljós að þetta var alan tímann verðbólga. 

Við kúabændur þurfum stundum að kljást við tvær tegundir júgurbólgu, júgurbólgu og dulda júgurbólgu.Þetta er svipað.  Fasteignabólan er dulin verðbólga.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband