31.1.2015 | 10:27
Mennt er máttur
Mikið hefur verið hampað því að mennt væri máttur og vissulega er gott að mennta sig og læra um nýja hluti. Hins vegar skapar menntun ekki endilega störf og það er ekkert sjálfgefið að þótt fólk mennti sig að það fái störf.
Þá kemur einmitt hin hliðin sem svolítið hefur verið fjallað um í DV. Hún er sú að fyrirtæki vilja ekki menntað fólk vegna þess að það er upplýstara um rétt sinn. Þetta spila mörg fyrirtæki inn á, sér í lagi þar sem starfsmannavelta er mikil. Þetta á líka við um sveitafélögin.
Þannig eftir stendur að kortleggja hversu mikið af störfum krefst í raun menntunar. Áherslan í menntamálum þjóðarinnar hefur verið alltof mikil á bóklegt nám á kostnað iðngreina. Á sama tíma hafa störf sem krefjast meiri bóklegrar þekkingar ekki aukist miðað við fjölda menntaðra.
Niðurstaðan verður að menntað fólk er þá annaðhvort atvinnulaust eða flyst af landi brott. Stytting stúdentsprófs mun ekki auðvelda þetta og líklegra verður að teljast að það skapi meira vandamál til framtíðar.
Þriðji liðurinn er síðan ómæld græðgi stjórnenda sem sjá ekki hvernig hægt er að vinna með menntuðu fólki og finna lausnir til að fá það besta úr fólki. Halda frekar launum niðri með hærri starfsmannaveltu sem til lengri tíma aftrar vexti fyrirtækja.
Fjórði liðurinn er síðan sá að fólk sem menntar sig á námslánum á enga möguleika á að stofna fyrirtæki þar sem enginn lánar skuldugu fólki án veðs.
Mennt er máttur en þjóðin þarf líka að finna leiðir til að nýta hana.
Skortir tækifæri á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nema Kópavogsbær, hann má aðeins greiða fyrir þá menntun sem starfið nákvæmlega krefst. Engar aukagreiðslur fyrir menntaðra starfsfólk ef menntunarinnar er ekki sérstaklega krafist. Mennt er máttur en umframþekking enskis virði.
Ufsi (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.