Hvað með sjálfbærni?

Tískuorðið í heiminum í dag er sjálfbær þróun og hvalveiðar Íslendinga falla vel þar undir. Það er verið að veiða nokkur dýr sem hefur engin áhrif á stærð stofnsins eða aftrar stofninum að stækka.

Vitað er að þrýstihópar í Bandaríkjunum eru mjög virkir og vilji embættismenn ekki koma til landsins þá vilja ferðamenn það. Hvort er mikilvægara?

Held við ættum bara að standa í lappirnar og benda á sjálfbærni veiðanna. Svipað og Bandaríkjamenn sjálfir stunda í Alaska. Með að útskýra í réttu samhengi þá getum við vonað að þetta komist til skila að lokum.

Spurningin er einmitt: Hvernig kynnum við hvalveiðarnar?


mbl.is Undir þrýstingi vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, endilega setja nokkra milljarða í að "kynna" hvalveiðar fyrir fólki sem finnst þær viðbjóðslegar. Getum kannski fengið ráðgjöf frá Kínverjum sem eflaust hafa reynslu af að "kynna" hundaát fyrir þeim sem finnst það viðbjóðslegt. Gætum byrjað á að taka 150 milljónirnar sem átti að nota í að kaupa gögn um skattaundanskot. Money well spent!

Þorsteinn Siglaugsson, 11.2.2015 kl. 11:28

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þorsteinn af hverju ertu svo viss um að þurfi að eyða peningum í þetta. Þegar samtöl embættismanna eiga sér stað þá hafa þeir tækifæri á að kynna þetta í gegnum sjálfbærni. Þarf enga sérstaka kynningu enda hvergi nefnt í blogginu. Auk þess er þetta ekki spurning um hvað fólki finnst heldur að fá fólk til að skilja aðstæður og komast úr eigin sjálfhverfuheimi.

Rúnar Már Bragason, 11.2.2015 kl. 11:39

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Andstaða gegn þessu grundvallast á almenningsáliti. Þú breytir því ekki með því að tala við embættismenn.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.2.2015 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband