Kemur ekki maður í manns stað?

Ef innviðir fyrirtækisins eru rétt uppbyggðir þá ætti fyrirtækið góða framtíð fyrir sér. Vissulega missa fjárfestar oft trú þegar skipt er um mann í brúnni en það bendir til eindreginnar hjarðhegðunnar fjárfesta.

Þótt ég sé ekki fjárfestir þá finnst mér svo greinilegt að flestir fjárfestar virka ekki sjálfstæðir heldur er hjarðhegðun ríkjandi. Reyndar er það svo að í Bandaríkjunum að algengt er að fólk fjárfesti en lætur aðra um að kaup og sölu á hlutabréfum. Hjarðhegðunin gæti verið komin úr slíkum miðlarafyrirtækjum.

Ef Warren Buffet er svona mikill snillingur þá ætti hann að hafa tryggt hvernig framhaldið verður og eftirmenn taki ákvarðanir sem leiði fyrirtækið áfram. Hvort árangur næstu 50 árin verði sami skal ósagt látið en að fyrirtækið missi fótanna við að einn maður fari finnst mér vera gera of mikið úr hlutunum.

Ég ætti kannski að byrja að fjárfesta 10 kr. sem ég fann úti í dag. Það gæti leitt til einhvers.


mbl.is Warren Buffett kveður brátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband