16.2.2015 | 07:05
Eru ekki allir jafnir í höfuðborginni?
Það passar alveg að úthverfafólk vantar málsvara þegar verið er að vinna í borgarmálunum. Þessu hefur verið öðruvísi háttað í nágrannasveitafélögunum því þau teljast í raun til úthverfa en þar hefur verið reynt að gera jafnt upp á milli hverfa.
Hins vegar bregður svo við í Reykjavík að slíkt er alls ekki uppi á pallborðinu. Þar hefur ítrekað verið að sinna úthverfum verr en þegar dregur nær 101 (sem mér finnst vera úthverfi í raun).
Raunveruleikinn er að þetta hefur með skipulagsmál að gera og þau eru í lamasessi í Reykjavík. Öll stjórnsýsla höfuðborgarinnar er veik og það smitar út frá sér. Ég vann í nokkur ár í Grafarvoginum og það var algerlega til skammar hvernig hverfinu var sinnt. Gott dæmi er að ryðja snjó af götum og gangstéttum. Þar sem ég kem úr Kópavogi er allt vel rutt og passað upp á að viðhalda því vel ef snjóar aftur. Mín reynsla úr Grafarvogi að það var seint rutt og illa viðhaldið.
Kannski finnst einhverjum þetta smáatriði en þetta sýnir samt vel stjórnsýsluna. Þegar hún er sýnileg í verki þá er henni betur sinnt.
Úthverfafólk vantar málsvara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.