20.2.2015 | 07:08
Eina fyrirkomulagið að viti
Auðlyndarenta kemur best út þegar miðað er við magn sem er tekið líkt og hugmyndin bakvið frumvarpið virðist styðja við.
Þessi hugmynd sem síðasta ríkisstjórn gekk út frá gekk vel upp fyrir stærri útgerðir á kostnað minni útgerða sem þýddi að landsbyggðin varð að blóraböggli. Það er vonandi að hægt verði að snúa þróuninni við og minni útgerðir geti aftur hafið störf að einhverju viti.
Það var aðsent grein í Morgunblaðinu í gær þar sem reynt var að sýna fram á þessa samþjöppun kvóta til fárra eigenda. Því miður var greinin ekki nógu skýr en ljóst er þó að almennar reglugerðir eiga ekki að stuðla að ójöfnuði í útgerð sem fyrri veiðileyfagjöld gerðu. Kvótakerfið er samt frekar stíft kerfi fyrir landsbyggðina og minni útgerðir.
Mín skoðun er að það eigi að vera tvennskonar kerfi. Eitt fyrir stærri báta og svo minni útgerðir sem fylgja ekki sama kerfi. Er ekki alveg með útfærslu á þessu en ljóst er þó að engin stökkbreyting verður fyrr en búið er breytt er um forsendur kvótakerfisins og þeim rannsóknum sem eiga að liggja að baki aflamarki hvers árs.
Þetta er skref en fleiri þurfa að koma til.
Veiðigjöldum breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.