Hugtakslegt klúður

Ég er sammála Karli að þetta hugtak er ákaflega klúðurslegt á allan hátt. Hvernig nákvæmlega á að skilja það er alltof óljóst.

Sem dæmi þá byrjaði samfélagsleg ábyrgð í umhverfismálum og verið mest áberandi þar. Svo allt í einu fór þetta hugtak að heyrast fyrir hrun hjá Baugi. Bankarnir hafa síðan tekið þetta upp en án þess að skýra hvað þeir eigi við. Karl nefnir að veittir eru styrkir og það auglýst vel og vandlega en fyrirtækin veittu styrki áður en samfélagsleg ábyrgð kom til.

Karl hittir þarna á rétta pólinn að það er verið að nota hugtak til að fegra sig gagnvart samfélaginu en ekkert stendur á bakvið það nema skrúður. Minnir á skrúðmælgin í borginni - mikið sagt en lítið gert að viti.

Skilaboð til bankanna: Komið með skilgreiningu svo við trúum ykkur.


mbl.is „Samfélagsleg ábyrgð bara klisja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband