Af hverju má ekki vera val?

Skil ekki alveg þessa kreddu að það þurfi að afnema verðtryggingu. Af hverju má ekki vera val þar fólk getur valið lánaleiðir. Verðtryggð lán þurfa ekki að vera verri valkostir ef verðbólga helst lág. Óverðtryggð lán þurfa líka lága verðbólgu til að vera kostur.

Í framhaldi af fyrirhuguðu banni verðtryggingar má alveg eins spyrja hvort bannað verði þá að verðtryggja leigusamninga?

Bann við 40 ára lánum til húsnæðiskaupa ætti að draga úr hækkunum á húsnæði þar sem færri hafa getu til að kaupa. Verði það ekki raunin þá eru einhverjir aðrir kraftar að verki sem hækkar húsnæðisverð. Hefur þessi nefnd sett upp mismunandi fyrirhugaðar aðstæður sem geta komið upp t.d. verðbólguskot þannig að greiðsla afborgunar verði ofviða fyrir marga (svipað og gerðist með gengislánin). Að húsnæðisverð lækki verulega vegna þessar aðstæðna.

Valkostur fyrir neytendur ætti að vera að leiðarljósi þannig að bann er svolítið skrýtið mál í þessu samhengi. Leyfum neytendum að velja hvort vilja verðtryggt.


mbl.is Afnám verðtryggingar hefjist 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband