Að vera ákaflega hæfur

Þegar einhver er ákaflega hæfur þá vissulega hefur sá aðili margt fram að færa. Það skrýtna er að geta sett þetta fram í orðum að það eitt og sér réttlæti hækkun launa. Formaður stjórnar OR lét hafa eftir sér á visir.is að hækka hefði þurft launin vegna þess að forstjórinn væri ákaflega hæfur. Meira svo ákaflega hæfur að nauðsynlega þurfti að gera það.

Í hverju felst þessi ákaflega hæfni forstjóra OR. Eiga eigendur og aðrir starfsmenn ekki rétt á að vita það? Svo virðist sem að í stjórn opinberra fyrirtækja sé að veljast vanhæft fólk. Þetta kom í ljós með stjórn Strætó sem gersamlega situr áfram vanhæf eftir launamál forstjóra og innleiðingu ferðaþjónustu fatlaðra. Í stjórn OR virðist ekki vera hæfara fólk sem lætur eftir sér að forstjórinn eigi skilið tvöföldun launa vegna þess að vera ákaflega hæfur.

Satt að segja ef ég væri í atvinnuviðtali og segðist vera ákaflega hæfur í starfið þá myndi viðmælandinn horfa á mig eins og geimveru ef ekki fygldi í hverju þessi ákaflega hæfni mín væri.

Nokkuð hefur verið rætt um hvernig ríkið og sveitafélög bólgna út varðandi kostnað við að reka þau. Getur verið að það sé vegna vanhæfni fólks sem velst í stjórnir og sér um að sinna þessu. Í dæmum OR og Strætó eru dæmi um vanhugsaðar launastefnur þar sem öll tengsl við almennt launafólk er ekki til staðar.

Er þörf á að meta hæfni fólks áður en það er valið í stjórnir opinberra fyrirtækja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband