Hvað með þá sem veita þjónustuna?

Þetta er skynsöm yfirlýsing enda engan veginn gerlegt að halda utan um þennan náttúrupassa. Íslendingar gætu borgað þetta með sköttunum sínum líkt og til RÚV og í framkvæmdasjóð aldraðra en hvað með útlendingana.

Þau fyrirtæki sem eru að þjónusta útlendingana ættu auðvitað að koma með lausnir að þessum málum. Vandamálið með ferðamennskuna er hins vegar fjöldi smárra fyrirtækja. Þetta eru svo lítil fyrirtæki að þau eru ekki burðug til að borga sérstaklega. Þau eru einnig svo lítil að líklegra en ekki finnst þeim vont að rukka sérstakan skatt á þá sem þeir þjónusta. Hver ætlar að sjá um eftirlitið með því og hver eru viðurlögin?

Þetta virðist flókið mál þar sem fátt er um svör. Þessi hugmynd um náttúrupassa virðist ekki fá góðan hljómgrunn og réttast væri að draga hana til baka en er til einhver góð hugmynd?


mbl.is Náttúrupassi nær ekki tilganginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband