Stórkostlegt

Í stað þess að eyða tíma alþingis í vitleysu og jarm um einhverja fáránlega þjóðaratkvæðagreiðslu þá gerði ríkisstjórnin það skynsamlegast í stöðunni - einfaldlega tilkynnti að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki.

Varla er hægt að sjá að neitt sé að þessu enda leiðangur sem er kominn algerlega á endastöð og engin leið að vekja aftur upp. Íslendingar eru ekki tilbúnir í þetta samband, sem betur fer.

Gott að vita að þetta er komið að endapunkti. Ef einhver vill vekja upp drauginn þá þarf að spyrja þjóðina.


mbl.is Ísland ekki lengur umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laxinn

Já þetta eru sannarlega gleðifréttir. Það hefði verið sorglegt ef sjálfstæði þjóðarinnar hefði ekki náð að endast lengur en þetta.

Laxinn, 12.3.2015 kl. 19:00

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það var kominn tími til að Framsóknarflokkurinn stæði við kosningaloforð ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2015 kl. 19:17

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Til Hamingju Íslendingar !

Birgir Örn Guðjónsson, 12.3.2015 kl. 20:19

4 identicon

Vér frábærum allir.

Friðþjófur Arnar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 21:25

5 identicon

Nú fyrst færð þú fyrir alvöru að sjá þingmenn eyða tíma alþingis í vitleysu og jarm, jafnvel lögsóknir og kærur. Að taka valdið af Alþingi án heimildar, hundsa ályktun þess og óvirða verður ekki til þess að skapa frið í þingsölum. Alþingi á að vera æðra ríkisstjórn og ráðherrum en ekki óþarfa prjál sem má hundsa eftir hentugleika. Gangi þetta eftir má senda þingmenn heim og leggja Alþingi niður.

Jós.T. (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 21:36

6 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Mér þykir þú vera með stórar yfirlýsingar Jós. T. Hvort þær ganga eftir kemur í ljós en skv. stjórnsýslulögum 25. gr. þá hefur ríkisstjórn leyfi til að afturkalla hluti.

Rúnar Már Bragason, 13.3.2015 kl. 06:50

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Svo sannarlega gleðifréttir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2015 kl. 10:12

8 identicon

25. gr. Afturköllun.   Stjórnvald getur afturkallað ákvörðun sína að eigin frumkvæði, sem tilkynnt hefur verið aðila máls, þegar: 1. það er ekki til tjóns fyrir aðila, eða    2. ákvörðun er ógildanleg.

Ríkisstjórn getur ekki lagalega afturkallað ályktanir og samþykktir Alþingis.

Jós.T. (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 11:46

9 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Hvað stendur þá í 25 gr. ? Það er búið að tilkynna öllum að það er ekki ætlunin að fara í þessa vegferð. Hins vegar skiptar það ekki höfuðmáli. Forseti alþingis staðfesti að bréfið væri ekki gegn stjórnsýslulögum svo lagatúlkun mín eða þín skiptir engu máli.

Rúnar Már Bragason, 13.3.2015 kl. 12:33

10 identicon

Í 25. grein stendur: Stjórnvald getur afturkallað ákvörðun sína

Forseti alþingis staðfesti að bréfið væri ekki afturköllun umsóknar en bara staðfesting á ætlun núverandi ríkisstjórnar að vera ekki í aðildarviðræðum og að umsóknin væri áfram í fullu gildi.

Jós.T. (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 13:05

11 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

1. grein Stjórnarskrárinnar: 
"Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn."

Veit ríkisstjórnin þetta?

Jón Páll Garðarsson, 15.3.2015 kl. 06:13

12 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þingbundin stjórna vissi síðan í fyrra að ekki stæði til að fylgja þessari ályktun er lagt var fram að draga ályktunina til baka. Þannig að þingbundin stjórn var upplýst um að ekki stæði til að fylgja þessari ályktun eftir. Niðurstaðan já ríkisstjórnin veit að það er þingbundin stjórn.

Rúnar Már Bragason, 15.3.2015 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband