Svefnvenjur mismunandi hjá fólki

Það hefur engin rannsókn svo ég viti til geta sýnt fram á að 7-8 tíma svefn sé nauðsyn fyrir fólk. Hins vegar hafa fjölda rannsókna sýnt að svefnvenjur fólks eru mjög mismunandi og sumir geta sofið 4 tíma á sólahring meðan aðrir þurfa 8 tíma.

Það er því engan veginn hægt að slá því föstu að fólk eigi að liggja í fleti sínu 7-8 tíma til að uppfylla einhverja ímyndaða þörf um svefn. Að vakna klukkan 6 er mjög heilbrigt og langt frá því að skaða heilsu fólks.

Það eru mörg þekkt dæmi í sögunni um fólk sem svaf lítið og kom miklu í verk. Vissulega vakti meira en aðrir og gat haldið sig við efnið. Þannig að fólk hefur fullan rétt til að stýra sínum svefn eins og það vill.

Af hverju má hver og einn ekki finna þetta hjá sér?


mbl.is Stærir sig af stuttum svefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband