13.3.2015 | 11:25
Umsókn send inn 2009 - kann engin orð yfir vonbrigðin
Helgi var ekki þingmaður í tíð síðustu ríkisstjórnar en sú ríkisstjórn fannst í góðu lagi að senda inn umsókn án þess að spyrja þjóðina. Allt í einu núna þegar umsóknin er dauð þá er svo rosa mikilvægt að alþingi og þjóðin eigi að hafa orðið.
Hvers lags skrípaleik er hægt að búa til þegar nóg af málefnum er til að fjalla um. Það er eins himnarnir hafi hrunið við þennan pólitíska leik ríkisstjórarinnar í gær.
Smá fréttir fyrir þig Helgi. Það gerðist ekkert merkilegt nema að ríkisstjórnin tilkynnti ESB að þeir vildu að Ísland væri tekið af lista sem umsóknarríki. Umsókn sem hefur ekkert pólitískt bakland né þjóðina á bakvið sig. Auk þess fylgdi með að sé vilji til að ganga þessa leið (pólitískt landslag breytist og þjóðin skiptir um skoðun) þá kýs þjóðina um að fara þá leið.
Píratar eiga að vera sjálfir sér samkvæmir og viðurkenna að þetta er ekki þeirra umsókn en Helgi er einmitt að halda því fram. Nema hann sé svo barnalegur að halda að þetta séu viðræður en ekki innlimun í ESB.
Er ekki kominn tími á að sinna málum sem skipta þjóðina máli?
Kann engin orð yfir vonbrigðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sa,,
Sammála.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2015 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.