Að svara ekki spurningum

Þegar rennt er yfir þessa frétt þá er engum spurningum svarað á efnislegan hátt heldur reynt að snúa út úr. Blaðamaður gerir sitt besta með að birta svörin og sýna hversu fáránleg þau eru.

Tökum sem dæmi í lokin: "Hlyn­ur neit­ar því al­farið að ein­hvers kon­ar ógn­ar­stjórn ríki inn­an Isa­via og bend­ir á að í dag hafi verið stjórn­enda­nám­skeið hjá Isa­via þar sem farið var yfir að menn gætu haft mis­mun­andi skoðanir en samt þurft að halda áfram veg­inn."

Hér er verið að flýja það að svara með því að benda í aðra átt en svarið. Það kemur þjóðinni í raun ekkert við hvort að stjórnendur fari á námskeið. Unnu þeir vinnuna sína af alúð eða með ótta, skiptir þjóðina máli enda verið að spyrja um það.

Þetta sýnir enn betur hversu illa Isavia er rekið og fyrirsögnin gefur til kynna að þeir vilja unga og metnaðargjarna stjórnendur vegna þess að það er auðveldara að stjórna þeim heldur en hinum gömlu. Ég læt lesendum eftir að meta í hvaða tilgangi.

Þjóðin á fyrirtækið og þarna þarf svo sannarlega að taka til.


mbl.is „Hefur ekkert með aldur að gera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Þessi mannleysa, Hlynur, er mannvonskan og hrokinn uppmálaður. Vonandi fær hann að finna fyrir því, því enginn lyftir heiðarlegri hendi fyrir svona viðbjóð.

Hann á kannski vini á Facebook en engan í Flugstöðinni eða á vettvangi Isavia, sem er illa rekið fyrirtæki í eigu okkar landsmanna. OHF-fyrirtæki sem er fullt af launaháum smábófum í hástöðum. 

Már Elíson, 24.3.2015 kl. 15:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Óþolandi yfirmaður, hér þarf ríkið að gríp inn í og láta svona menn fara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2015 kl. 17:04

3 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Þvílíkur drullusokkar það á að segja honum upp strax.

Filippus Jóhannsson, 24.3.2015 kl. 17:22

4 identicon

"Best er að ráða unga og graða stjórnendur," segir þessi Hlynur - en segist síðan hafa sagt, ja kannski ungur og ÖFLUGUR eða eithvvaðsvoleiðis.

-En segist líka hafa beðist afsökunar á ummælunum. Á hverju þurfti að biðjast afsökunar? Að ungi stjórnandinn væri öflugur?

Sagði hann graður eða öflugur. Það fyrrnefnda krefst afsökunar - ekki hitt. 

Og hvar stendur Hlynur sjálfur í þessari flokkun? Er hann ungur og graður? Nei. Ungur og vitlaus.

jon (IP-tala skráð) 24.3.2015 kl. 18:10

5 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Held að Hlynur ætti að kynna sér betur vinnustaðarannsóknir. Margar rannsóknir sýna að besta starfsfólkið er um og yfir fimmtugt. Það er komið af barneignaaldri, það mætir betur, tekur betri ákvarðanir og vinnur vinnuna betur. Maðurinn hefur gert hver mistökin á fætur öðrum síðan hann byrjaði í starfi en þjóðin hefur ekkert um það að segja en samt á þjóðin fyrirtækið. Fyrir hverja heldur maðurinn eiginlega að hann sé að vinna? Gersamlega misheppnað form þetta ohf.

Rúnar Már Bragason, 24.3.2015 kl. 19:03

6 Smámynd: Hilmar Einarsson

http://jack-daniels.is/index.php/sidblinda-thekkir-thu-einkennin/

http://is.wikipedia.org/wiki/Si%C3%B0blinda

http://sidblinda.com/

http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1492/PDF/r01.pdf

Hilmar Einarsson, 25.3.2015 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband