30.3.2015 | 06:58
Nákvæmara væri að álag sé sumstaðar of mikið
Held að Ísland í heild sinni þoli alveg fleiri ferðamenn. Hins vegar sé spurningin um hvort að ákveðnir staðir séu ekki of mikið notaðir, það þurfi að dreifa ferðamönnum meira.
Það er mikil þörf á þessari umræðu um innviði ferðamannafyrirtækja og hvert þau vilja stefna. Hvernig skal unnið með þá ferðamenn sem koma. Ljóst er að hver ferðamaður eyðir ekki meira hér á landi en gert var fyrir áratug. Það eru mikil vonbrigði í raun og segir okkur að verðlag hér á landi sé of hátt.
Það er mikil upplifun fyrir ferðamenn að koma hingað því á skömmum tíma er hægt að sjá ýmsar andstæður sem tekur mun lengir tíma í öðrum löndum. Ég tel eitt að meginmarkmiðum ferðamennsku hér á landi sé að dreifa ferðamönnum meira þannig að álagið á landið dreifist meira. Norður- og austurland hafa upp á mikið að bjóða en fjölgun þar verður ekki áberandi nema að leyfa beint flug.
Þörf umræða um hvernig skuli staðið að ferðamennsku hér á landi má ekki missa sig í smáatriði heldur sjá heildina og leyfa fleirum að njóta atvinnu af.
![]() |
Álag ferðamanna of mikið á náttúruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.