12.4.2015 | 19:04
Örugg verkstjórn skiptir mestu máli
Það skiptir mestu máli að hafa örugga verkstjórn og þá dugar ekkert gaspur sem því miður fylgur of mikið stjórnarandstöðunni, sér í lagi Samfylkingunni. Ef rétt er sem Sigmundur segir um skýrslur þá einmitt á sem minnst að gaspra út í loftið.
Stjórnarandstæðan þarf að minnka þetta gaspur og fara koma málefnalega að borðinu sem auðvitað er ekki hægt með hjásetu eða festast í aukaatriðum.
Vonandi gengur vel að afnema höftin og krónan fái aftur að fljóta með kostum og göllum sem því fylgja. Hins vegar fæst enginn árangur að viti nema aðhaldssöm og öguð fjármálastjórn fylgi.
Segir stjórnarandstöðuna upplýsta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það vekur athygli að forsætisráðherra þurfi að hnykkja sérstaklega á því að stjórnarandstaðan sé upplýst um gang mála. Í nútímastjórnun þykir það eðlilegt að fólk sé upplýst um gang mála. Hvergi er minnst á það hver eða hverjir hafi lekið upplýsingum.
Þetta vekur spurningar um stjórnunarhætti núverandi ríkisstjórnar, þar sem forkólfar þessara sömu flokka kvörtuðu sáran yfir leyndarhyggju síðustu ríkisstjórnar. Í einfeldni minni hélt ég að þeir dagar væru liðnir en svo virðist alls ekki vera. Birgitta Jónsdóttir upplýsti það í sjónvarpinu um daginn að leyndin um skuldaleiðréttinguna hafi verið svo mikil að stjórnarandstöðunni var ekki gefin kostur á að kynna sér það en aftur á móti hafi verið blásið til blaðamannafundar. Því hafi hún og annar til úr hennar þingflokki, ákveðið að fara á fundinn en þeim hafi verið meinaður aðgangur því þau voru ekki fréttamenn. Jafnframt sagði hún í sama viðtali að það hafi verið miklu meira samband milli stjóranr og stjórnarandstöðu þegar síðasta ríkisstjórn var við völd.
thin (IP-tala skráð) 12.4.2015 kl. 21:02
Hvers vegna ætti yfir höfuð að afnema fjármagnshöft?
Þarf ekki að rökstyðja það fyrst?
Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2015 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.