16.4.2015 | 08:16
Sama sagan aftur og aftur
Það kemur reglulega á vegum Hafrannsóknastofnunar fréttir um árganga og það eigi stórir stofnar að vera á leiðinni. Samt virðist ekkert bóla enn á þessum stóru stofnum. Þessi frétt hefði verið getað sögð 2010 en þá áttu einmitt stórir árgangar að vera á leiðinni. Eitthvað létu þeir bíða eftir sér eða einfaldlega syntu burt enda lítið gefið um ráðgjöf stofnunarinnar.
Formaður SFS tekur líka þessari frétt með varúð og heldur voninni í fjarlægð þangað til búið er að gefa út aflamarkið.
Hafrannsóknastofnun þarf að hætta að senda út fréttatilkynningar til að minna á stofnunina. Einfaldlega vegna þess að það er engin leið að spá fyrir um framtíðar fiskistofna út frá aðferð þeirra. Þeir sem eru vantrúa geta skoðað fréttir frá stofnuninni síðustu ár og sjá þá strax að yfirleitt er lofaðorðin meiri en efndir.
Það er kominn tími á endurskoðun aðferða stofnunarinnar.
Stórir þorsk- og ýsuárgangar á leiðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.