10.10.2020 | 22:24
Sjálfhverfustjórnmál
Athyglisvert er að manneskja sem er í stjórn Gsí og þingmaður geti ekki farið eftir tilmælum. Hvernig á að vera hægt að treysta svona fólki. Hún telur sig geta leitt stjórnmálaflokk en er greinilega enginn leiðtogi. Leiðtogar fara eftir tilmælum nema ætlunin sé að mótmæla tilmælum, það hefur hún ekki gert.
Sjálfhverfan er svo mikil að hún sér ekki einu sinni skömmina við þessa hegðun sína. Heldur að sé nóg að segja að þetta sé óafsakanlegt.
Trúverðugleiki Viðreisnar og stjórn Gsí er enginn eftir þetta verði niðurstaðan sú að þetta sé án afleyðinga. Með réttu ætti hún að segja sig úr stjórn Gsí. Sem formaður Viðreisnar ætti hún virkilega að endurskoða hlutverk sitt sé hagur flokksins hafður að leiðarljósi.
Óafsakanlegt að hafa farið í golf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig helduru að fyrirsagnirnar og gaspið væri ef stjórnnarliði hefi gert þetta ?
Hún væri frussandi í öllum miðlum um það í viku !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 10.10.2020 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.