Svarið er: Í ruslinu

Þessi svokallaða nýja stórnarskrá er í ruslinu og einfaldlega vegna vanþekkingar á núverandi stjórnarskrá. Það verður engin ný stjórnarskrá nema að leggja núverandi niður og það þarf meira en eina ráðleggjandi þjóðaratkvæðagreiðslu til þess.

Annar miskilningur er að með ákvæði um auðlyndir séu þjóðareign þá fái þjóðin svo mikið í vasann. Hins vegar þýðir það að ekkert má gera má nýta í landinu nema með leyfi stjórnvalda (í nafni þjóðarinnar). Þannig verður óleyfilegt að týna ber, sýna ferðamannastaði, taka möl í framkvæmdir nema með leyfi stjórnvalda. Sé eitt leyft þá verður að leyfa allt hitt því annars er sett út ójafnræði. Er þá einhver leið að leyfa nýtingu auðlynda? Hver fer að týna ber ef það kostar?

Auðlyndaákvæði á heima í sérlögum. Eins og margt í þessu áhugamannaplaggi um stjórnarskrá. Já ég hef lesið þetta plagg og gef því algera falleinkun.


mbl.is Myndu aldrei hvetja til eignaspjalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svona byrjaði þetta, þótt allir virðist vera búnir að gleyma því.

https://www.visir.is/g/2009864224d

Jón Steinar Ragnarsson, 17.10.2020 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband