Bruðlum enn meir með borgarlínu

Þessi mynd sem sett er þarna frá í fréttinni sýnir vel hversu brothætt kerfið er í kringum strætó og hvers vegna ekki þá að auka enn á bruðlið. Með uppsetningu borgarlínu þá væri 500 miljón kr. tap í fyrra líklega 3 sinnum meira, miðað við að borgarlína kostar 3 sinnum meira í rekstri.

Galli kerfisins er augljós. Notendur eru flestir á leið í skóla eða vinnu. Þegar það er ekki til staðar eða minnkar þá fækkar farþegum. Það er alveg ljóst að færri munu sækja vinnu í vesturbæ Reykjavíkur í framtíðinni, einfaldlega vegna atvinnulífið er að minnka umsvif þar og fjarvinna mun líklega aukast. Til hvers þá að bruðla með þessa borgarlínu?

Bæjarstjóri Kópavogs hyllir borgarlínu sem einhverja frábæra lausn fyrir íbúa Hamraborgar, þeir spari sér heilar 4 mínútur á leiðinni í vesturbæ Reykjavíkur. Hann gleymdi bara að gera ráð fyrir að kannski væru þeir ekkert á leiðinni þangað.

Ekki gera ráð fyrir hlutunum, reynum að halda í við raunveruleikann!

 


mbl.is Fækkun farþega um 3,3 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband