13.4.2021 | 10:22
Rökin standast ekki.
Þegar skoðað er að umfang nagladekkja hefur snarminnkað undanfarin ár þá halda þessi rök engu vatni. Veit ekki nákvæmt hlutfall nagladekkja en sé það komið niður í 25% þá skiptir hraðinn engu máli til að minnka svifrykið. Hins vegar gera stöðug þrif það.
Sem íbúi á Nýbýlavegi þá fann ég mun um daginn þegar gatan var sópuð en ekki hvort bílar voru á nagladekkjum.
Grænt plan fæst með þrifnaði ekki rökum úr afturendanum.
Borgarstjóri boðar lækkanir á hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
er ekkert ryk sem myndast af þessu salti sem er hrúgað á göturnar.
GunniS, 13.4.2021 kl. 12:01
Alveg örugglega og sandur sem kemur í austanátt. Alveg ótrúlegt að öll önnur norðurlönd geta þrifið göturnar á veturnar og það í frosti. Af hverju er ekki farið í heimsókn og lært hvernig þetta er gert þar?
Rúnar Már Bragason, 13.4.2021 kl. 17:32
Það er alrangt að notkun nagladekkja hafi snarminnkað undanfarin ár.
Hið rétta er að nagladekkja-notkunin hefur ekkert minnkað undanfarin ár þegar tekið er tillit til þess að bifreiðum hefur mikið fjölgað síðust ár. Og jafnvel þó ekki sé tekið tillit til fjölgunar bifreiða þá mun hlutfall nagladekkja á móti ónegldu vera yfir 40%.
Daníel Sigurðsson, 14.4.2021 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.